Fréttir úr leikskólanum

Lokað vegna Haustþings

Minnum á að leikskólinn er lokaður föstudaginn 2. október vegna Haustþings leikskóla á Suðurlandi

Sumarlokunin 2015

Leikskólinn lokar vegna sumarfría frá og með fimmtudeginum 18. júní og opnar aftur mánudaginn 27. júlí. 

Föstudagurinn 24. júlí er skipulagsdagur starfsfólks.

Starfsmannafundur 30. apríl

Leikskólinn verður lokaður milli kl 8 og 10 fimmtudaginn 30. apríl vegna starfsmannafundar.

Byrjað verður á almennum starfsmannafundi þar sem farið er yfir ýmis hagnýt atriði innan leikskólans.  Að því loknu kemur Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi til okkar og verður með kynningu á tákn með tali.  Í lok fundar kemur séra Jón Ragnarsson og kynnir fyrir starfsfólki áfallaáætlun leikskólans.

Fréttabréf mars 2015

Mars er stærðfræðimánauður á Undralandi. Við leikum okkur með form og tölur og notum fjölbreyttan efnivið og ólíkar leiðir til að kynnast hinum ýmsu hugtökum og formum sem tengjast stærðfræðinni og tölustöfunum. 

Við höldum áfram að syngja morgunsönginn og til að viðhalda áhuga barnanna verða einnig hljóðfæri í boði á föstudögum. Tónlistartímarnir hjá Vilborgu hafa skilað til okkar fjölbreyttum textum og lögum. Okkur hafa borist fyrirspurnir um að fá textana senda heim. 

Hér er einn skemmtilegur og fleiri koma í kjölfarið á heimasíðunni. 

Mamma Pakita:

Mamma Pakita, mamma pakita, 
mamma Pakita gefðu barninu papaya.
Þroskað papaya eða banana
þroskað papaya til að taka með sér heim.
Mamma mamma mamma Pakita, mamma Pakita
Mamma Pakita segir: ég á engan pening fyrir papaya eða banana.
Förum á karnival og dönsum fram á nótt.

Ný regla varðandi inniveru eftir veikindi barnanna. 

Eftir veikindi er í boði að hafa börnin inni í leikskólanum í 2 daga. Hinsvegar er nauðsynlegt að þau börn sem hafa vistun til 16:15 og eru inni vegna veikinda fari út milli 16 og 16:15 á þeim dögum sem skilað er úti, því fjöldi starfsmanna er takmarkaður í skilun og ekki hægt að binda einn starfsmann inni með eitt barn. 

Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast með á facebook síðunni okkar. Þar setjum við inn myndir af starfinu og aðrar upplýsingar. 

Sumarhátið 2013

Sumarhátíð Undralands

Föstudaginn 26. Júlí !

 

Við fögnum sumri og höldum grillveislu og dótadag.

 

Börnin geta komið með leikföng að heiman sem henta útileikjum, reiðhjól og stríðsleikföng henta ekki!

 

 

 

Opið hús

24 maí nk. verður opið hús í leikskólanum Undralandi milli kl. 14-15,30 Verkefni barnanna í vetur verða til sýnis. Allir velkomnir!

Page 3 of 3

Go to top
Copyright © 2019 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.