Fréttir úr leikskólanum

Starfsmannafundur 1. des

Starfsmannafundur 1. Desember

Lokað milli 8-10.

 

 

Lokað verður í Undralandi frá 8-10 , þriðjudaginn 1. Desember vegna starfsmannafundar. Eins og margir tóku eftir féll síðasti fundur niður, en hann hefði átt að vera 19. Október. Hann hefði verið fámennur vegna veikinda starfsmanna .

Haustfréttir úr leikskólanum

Fréttabréf haust 2015

Kæru foreldrar og forráðamenn,

í sumar og haust hafa orðið nokkrar starfsmannabreytingar hjá okkur. Vilborg Þórhallsdóttir og Sigríður Sigfúsdóttir hættu um sumarfrí, Lovísa Bragadóttir er komin í fæðingarorlof og nú undanfarnar vikur hefur Dagný í eldhúsinu verið í veikindaleyfi. Fjóla Bjarnadóttir var svo eins og fram hefur komið í veikindaleyfi og lést nú í október.

Nýtt starfsfólk í húsinu er: Ásthildur María Árnadóttir, Linda Björk Jóhannsdóttir, Herdís Sif Rúnarsdóttir og Sjöfn Ingvarsdóttir. Elwira Anna Wienkowska er tímabundið í afleysingu hjá okkur og Margrét Þórunn Magnúsdóttir sneri aftur eftir fæðingarorlof. Sigríður Sigfúsdóttir sem hætti um sumarfrí saknar okkar svo að hún hefur ákveðið að koma aftur í desember og mun verða 5. starfsmaðurinn á Lundi.

Jónína aðstoðarleikskólastjóri leysir Sesselju af veikindafjarveru hennar, okt/nóv.

Starfsmannaskipan í vetur:

Lundur:

         Bettina, grunnskólakennari með deildarstjórn

         Guðríður (Gurrý), leiðbeinandi

         Herdís Sif, leiðbeinandi

         Linda Björk, leiðbeinandi

         Sigga, leikskólakennari

Brekka:

         Elín, leikskólakennari með deildarstjórn

         Dóra, leiðbeinandi

         Birna Ósk, leiðbeinandi

Sólbakki:

         Anna Erla, leikskólakennari með deildarstjórn

         Linda, leiðbeinandi

         Magga, leiðbeinandi

Afleysingar og sérkennsla

         Ásthildur María, Elwira Anna og Svava Dóra/sérkennsla

Eldhús:

         Sjöfn (í fjarveru Dagnýjar)

 

Vetrarstarfið byrjaði að rúlla hjá okkur í september og hefur stundataflan verið að slípast til.

 

Þemu skiptast milli mánaða var september helgaður vinnu með haustið og náttúruna, í október fléttaðist saman tónlist og áframhaldandi vinna með haustið og í nóvember verður unnið með litina. Við vorum því með gulan dag föstudaginn 6. nóv, rauðan dag 13. nóv, verðum með bláan dag 20. nóv og endum svo á röndóttum degi 27. nóv.

 

Á eldri deildum er verið að vinna með Orðaspjall en það er kennsluaðferð sem miðar að því að auka orðaforða barnanna í gegnum sögulestur og vinnu með orð úr sögunum. Mismunandi er milli deilda og hópa hvaða orð eru lögð inn og þau eru höfð sýnileg á veggjum til að minna alla á að nota þau í daglegu tali.

 

Yngstu börnin vinna með Lubba í samverustundum og málörvunin fléttast inn í alla daglega umönnun barnanna. Könnunarleikurinn og samskipti einkenna dagana á Lundi.

 

Næst elstu börnin okkar, fædd 2011, fara í heimsóknir á Bæjarás, dvalarheimili fyrir aldraða. Þá fara 4-5 börn í senn, einu sinni í viku og dvelja þar við leik og samveru .

 

Vinna elstu barnanna einkennist af undirbúningi fyrir flutninga yfir á næsta skólastig. Þau fara í Skólahópstíma þar sem unnið er með málvitund, undirbúning fyrir komandi lestrarnám og grunnþætti stærðfræðinnar. Þau fara í reglulegar heimsóknir í grunnskólann þar sem þau fá að kynnast kennurum og umhverfi og taka þátt í ýmis konar verkefnum og leik.

 

Leikskólar Hveragerðisbæjar eru að taka inn nýtt námsefni fyrir elstu börnin, ART, sem hefur verið notað í þó nokkrum árgöngum grunnskólans. ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og er markviss kennsla í félagsfærni, sjálfsstjórn og siðfræði sem hefur það markmið að fyrirbyggja ofbeldi og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda. Leikskólinn sendi tvo kennara á ART-námskeið í október og í framhaldinu tekur við 12 vikna áætlun þar unnið er með mismunandi færniþætti.

 

Haustþing 8. Deildar leikskólakennara heppnaðist vel við sátum áhugaverða fyrirlestra um nýja spennandi kennsluhætti þar sem Kristín Einarsdóttir íþróttakennari kynnti námskeiðið sitt Leikur að læra, -að nýta hreyfingu og leik í kennslu allra greina. Við hlýddum á málörfunarfyrirlestur og kynntum okkur aðrar stefnur.

Skyndihjálparnámskeiðið í haust var sniðið að börnum á leikskólaaldri og fyrstu viðbrögðum okkar. Æfingin var verkleg og allir tóku þátt.

 

Nú er leikskólinn farinn að vera opinn til kl. 17 og þá er enn nauðsynlegra að skrá hvenær börnin eru sótt. Við biðjum foreldra því að láta alltaf viðkomandi deild vita þegar barnið er sótt.

Einnig verður alltaf að láta leikskólann vita ef barnið verður sótt af öðrum en foreldrum eða skyldmennum sem sækja barnið að staðaldri.

 

Nú er vetur konungur á næsta leiti og tekið að kólna í veðri. Því þurfa allir að hafa hlýjan og skjólgóðan fatnað til að þeir fái notið útiverunnar. Munum líka að fylla á aukafötin í körfunum og hafa einnig vettlinga og húfur til skiptanna.

 

Í desember fellum við hefðbundið hópastarf niður og snúum okkur að ýmsum verkefnum tengdum jólaundirbúningi, s.s. jólagjöfum fyrir foreldra, piparkökubakstri, skreytingjum, söng og fleiru en nánari dagsetningar fyrir desember tilkynnast þegar nær dregur.

 

 

Kv. Leikskólastjóri og starfsfólk

Lokað vegna Haustþings

Minnum á að leikskólinn er lokaður föstudaginn 2. október vegna Haustþings leikskóla á Suðurlandi

Sumarlokunin 2015

Leikskólinn lokar vegna sumarfría frá og með fimmtudeginum 18. júní og opnar aftur mánudaginn 27. júlí. 

Föstudagurinn 24. júlí er skipulagsdagur starfsfólks.

Starfsmannafundur 30. apríl

Leikskólinn verður lokaður milli kl 8 og 10 fimmtudaginn 30. apríl vegna starfsmannafundar.

Byrjað verður á almennum starfsmannafundi þar sem farið er yfir ýmis hagnýt atriði innan leikskólans.  Að því loknu kemur Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi til okkar og verður með kynningu á tákn með tali.  Í lok fundar kemur séra Jón Ragnarsson og kynnir fyrir starfsfólki áfallaáætlun leikskólans.

Page 3 of 4

Go to top
Copyright © 2021 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.