Articles

Vika 4

Þessa vikuna hefur undirbúningur vegna þorrans verið á fullu, þorralögin sungin og búin til þorrakóróna til að bera á bóndadaginn. Þá er öllum pöbbum, öfum og bræðrum boðið að koma með barninum og snæða morgunverð í leikskólanum. 

Síðasta föstudag var vasaljósadagur hér í skólanum og mættu börnin með vasaljós, allir skemmtu sér konunglega við skímurnar frá vasaljósunum. 

Go to top