Articles

Fundargerð foreldraráðs 2. okt 2012

Hveragerði 3. október 2012-10-02

Fundur í foreldraráði leikskólans Undralands

Nættir voru : Sesselja Ólafsdóttir, Þórhallur Einirsson, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir

Starfsmannamál / Síðasti mánuður voru mikil veikindi hjá starfsfólki. Einn starfsmaður kom úr fæðingarorlofi 17. sept og tveir starfsmenn sem að byrja 1. október nk.

Tölvumál eru í algjörum ólestir. Öllum kom saman um að þar þyrfti að gera úrbætur. Umræða að fá foreldrafélagið og foreldraráð til að krefjast úrbóta með bréfi til bæjarstjóra.

Heimasíðan er komin upp en ekki hefur verið hægt að sinna því verkefni vegna veikida starfsmanna.

Leikskólastjóri kynnti vetrarstarfið, kom fram að það þyrfti að senda tölvupóst til kynningar á starfinu.

Umræða um það hvort ætti að senda börnin heim þegar mikil veikindi eru hjá starfsmönnum svo að undirbúningur leikskólakennara geti haldist og starfið verið með eðlilegum hætti. Skiptar skoðanir voru um það .

Spurning um innra eftirlit leikskólans, foreldrakynningu á starfinu og foreldramat á leikskólastarfinu, innraeftirlit leikskólans .

Fundir utan vinnutíma starfsfólks eru 4 klst. á ári sem fara í að skipuleggja starf leikskólans, því er lítill tími sem er umfram til að halda foreldrakynningu.

Umræða um að deildastjórar sendu oftar heim tölvupóst til að foreldrar geti fylgst starfi barnanna.

Skóladagatal 2012-2013 verður sett inn á heimsíðunu leikskólans.

16. mars 2012

Hveragerði 16. mars 2012

 

Fundur í foreldraráði Undralands

Mættir voru Sesselja Ólafsdóttir , Sigurbjörg Hafsteinsdóttir,Þórhallur Einisson og Ragnheiður Eiríksdóttir.

Sesselja sagði frá því að heimasíða væri í vinnslu sem yrði á eins formi og hjá Grunnskólanum og Óskalandi. Anna Erla heldur utan um þá vinnu.

Rætt var um mikilvægi þess að upplýsingar um starfið á deildunum bærust heim t.d. í tölvupósti og uðu þá umræður um tölvuaðstöðu og aðgengi starfsmanna að tölvum. Foreldraráðið var sammála um að bæta þyrfti úr tölvumálum á leikskólanum og koma upp þráðlausu neti inni á deildum. Þórhallur sagðist geta komið með ráder sem hægt væri að setja upp á skrifstofu og síðan væri hægt að kaupa eina fartölvu sem hægt væri að nota á milli deilda til skráningar fyrir starfsfólk .

Foreldraráðið ræddi um það að mikilvægt væri að gera starfið sýnilegra t.d. með því að skrá hvað verið var að vinna á hverjum degi og hengja á upplýsingartöfluna við innganginn. Einnig væri gott senda út fréttabréf/tölvupóst reglulega til foreldra.

Talað var um að nýta foreldra meira td. að koma með í vettvangsferðir eða í afleysingu þegar mikil veikindi væru hjá starfsfólki.

Leikskólinn verður 30 ára í september nk. og urðu umræður um hvað hægt væri að gera í tilefni afmælisins. Hrund Guðmundsdóttir ætlar að útbúa logo Leikskólans Undralands sem er mjög ánægjulegt.

Rætt var um það að setja inn í umsókn leikskólanna upplýsingar um að Leikskólinn Óskaland bjóði eingöngu upp á vistunartíma til kl 17 en Undraland til kl. 16

Foreldragjaldið í Foreldrafélagi leikskólanna í Hveragerði er í dag 250 kr. á barn á mánuði sem varla dugir fyrir leiksýningum ( einni fyrir Óskaland og annarri fyrir Undraland) og sumarhátíð. Því var rætt um uppástungu að hækka gjaldið í 400 kr. Foreldraráðið ræddi einnig hvort ekki væri hægt að skoða kostnað að taka rútu með börnin á einn stað og hafa eina sýningu.

Sigurbjörg sagði frá því að foreldrafélagið væri að hugsa um að gera disk með þeim sönglögum sem börnin eru að syngja og þau myndu syngja inn á . Ragnheiður sagði að Hallgrímur ætti tæki til upptöku.

Þetta var mjög ánægjulegur og góður fundur.

Go to top