Filter
 • Jóladagskrá

  Dagskrá Undralands í desember 2013

  27. nóvember Jóltréð sem við höfum úti við inngang Sólbakka, Lund og Brekku sækjum við í skógræktina í Hamrinum.

  29. nóvember Rauður dagur í leikskólanum, allir koma með eða í rauðu. Samsöngur í sal.

  3.desember. Börnin baka piparkökur sem við bjóðum í kaffinu eftir jólaballið.

   Jólagluggar opnaðir 3. desember í Almarsbakaríi og 4.desember í Blómaborg

  5. desember. Foreldrar boðnir velkomnir í föndur með börnunum. Tímaskráning sjá blað á deildum.

  12. desember. Jólatréskemmtun Undralands ,venjulegur leikskóladagur með útiveru eftir hádegið.

  15. desember. Opnum jólaglugga við leikskólann Undraland. 13. desember. Söngur í sal leikskólans. Hátíðarmatur.

  18. desember. Börnin flytja jólasöng á Bæjarási og hjúkrunarheimilinu Ási.

  Ath. starfsmannafundur sem vera átti 4. desember verður færður til 3. febrúar 2014

 • Fiskisýning í leikskólanum

  Í dag kom Eiríkur pabbi Arons Helga á Lundi í heimsókn til okkar. Börnin voru mjög áhugasöm og spennt, spurðu mikið og vildu fá að snerta.  Í lokin fengu svo allir að smakka harðfisk.  Við þökkum Eiríki kærlega fyrir sýninguna

   Eiríkur að sýna okkur fisk sem er með sogskálar að neðan og "situr" gjarnan og heldur kyrru fyrir á steinum.

  Hér var verið að byrja að tína upp úr kassanum og allir fylgjast spenntir með

  Hér fengum við að sjá ígulker

  Megum við koma við?

 • Skipulagsdagur 25. nóvember

  Kæru foreldrar Leikskólinn verður lokaður mánudaginn 25. nóvember vegna skipulagsvinnu kennara. Jóladagskrá verður auglýst síðar. Kveðja leikskólastjóri
Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.