Filter
 • Fréttabéf febrúar 2014

  Fréttabéf febrúar 2014

  6. febrúar var dagur leikskólans á landsvísu. Í tilefni hans settum við upp sýningu á þemaverkefni janúarmánaðar sem unnið var á yngri deildum. Verkefnið var hluti af ævintýraþema og fjallaði um Geiturnar þrjár. Sýningin hefur verið í andyri Sunnumarkar við hliðina á Almarsbakaríi.

  Þemavinnan í febrúar verður tengd stærðfræði. Við vinnum með form, tölur, hugtök, flokkun, mælingar og fleira tengt innviðum stærðfræðinnar.

  Föstudaginn 21. febrúar höldum við konudaginn hátíðlegan með því að bjóða mæðrum, systrum og ömmum í morgunkaffi milli kl 8 og 9. Litaþema dagsins verður bleikur.

  Þennan sama dag verður haldið upp á 20 ára afmæli Óskalands. Öllum í leikskólanum Undralandi er boðið í afmælisveislu kl. 14,30. Nánar auglýst síðar.

  Á starfsdegi leikskólans í janúar sl. kom Hrafhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi til okkar og kynnti fyrir okkur tillögu að nýju dagskipulagi og skiptingu barnahópsins. Markmiðið með þessum breytingum er að skipta barnahópnum upp í smærri einingar og nýta betur öll svæði leikskólans og þar með talið útisvæðið. Þar með skapast tækifæri til rólegri leik- og vinnustunda bæði úti og inni. Við höfum nú í febrúar verið að prófa nýja fyrirkomulagið og í flestum tilfellum gengið vel. Þetta verður áfram tilraunavinna og endurskoðað síðar.

  Haustið 2013 fóru allir deildarstjórar ásamt leikskólastjórnendum á námskeið í skráningu á málþroska ungra barna, TRAS. Athugunin skiptist í málskilning og málvitund, framburð, orðaforða og setningamyndun og samleik/félagsfærni, tjáskipti/samskipti, athygli/einbeitningu. Notkun þessa nýja skimunartækis hefst við 2 ára aldur og er til 5 ára aldurs. Skráningarblöðin fylgja barninu alla leikskólagönguna. Við þessa skráningu breytist tími foreldraviðtala þannig: Deildarstjóri tekur TRAS athugun nokkrum vikum fyrir afmælisdag barnsins og kallar foreldrana í viðtal á eftir. Þannig dreifast viðtölin yfir árið. Ef foreldrar óska eftir viðtali við deildarstjóra á öðrum tímun er það auðsótt mál.

  Stofnuð hefur verið skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sveitafélög sem standa að þessari þjónustu eru Blákógarbyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus. Yfirmaður skóla-og velferðarþjónustu er María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri en aðrir starfsmenn eru Hrafnhildur Karlsdóttir teymisstjóri og kennsluráðgjafi, Ólína Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi, Hugrún Vignisdóttir sálfræðingur og Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur. Þóra mun koma til okkar á þriðjudögum og gerir athuganir á börnum og leiðbeinir starfsfólki.

  Send var út foreldrakönnun í janúar sl. Alls svöruðu 34 aðilar spurningum og niðurstaðan er þessi:

  1. Hvernig telur þú að barninu þínu líði í leikskólanum?

  Sæmilega               1              2,9%

  Mjög vel                  22            67,7%

   

  2. Hvernig finnst þér viðmót starfsfólks gagnvart barninu þínu?

  Lélegt                     0              0%

  Sæmilegt                                0              0%

  Mjög gott               20            58,8%

   

  3.Hvernig metur þú samskipti þín við starfsfólk deildarinnar?

  Léleg                       0              0%

  Sæmileg                1              2,9%

  Góð                         17            50%

  Mjög góð                                15            44,1%

   

  4.Finnst þér auðsótt að leita ráða vegna barnsins þíns hjá starfsfólki?

  Hvorki né                                7              21,9%

                              23            71,9%

   

  5. Finnst þér upplýsingar um barnið þitt í leikskólanum aðgengilegar?

  Hvorki né                                8              23,5%

                              18            52,9%

   

  6. Telur þú útivist barnsins í leikskólanum....

  ...of litla                  7              20,6%

  ...hæfilega              25            73,5%

  ...mikla                   2              5,9%

   

  7. Hversu aðgengileg finnst þér heimasíða leikskólans vera?

  Óaðgengileg/flókin                5              15,6%

  Hvorki né                                14            43,8%

  Aðgengileg/einföld                13            40,6%

   

  8. Hvernig finnst þér samsetning á matseðli leikskólans vera?

  Ekki góð                  11            33,3%

  Sæmileg                 11            33,3%

  Góð                         11            33,3%

   

  9. Hversu ánægð/ur ert þú með leikskólann í heild?

  Mjög óánægður      0              0%

  Óánægður              0              0%

  Hvorki né                                3              8,8%

  Ánægð/ur               21            61,8%

  Mjög ánægður        10            29,4%

   

  10. Hvaða miðill fyndist þér henta best til að sækja og miðla upplýsingum um starfsemi leikskólans?

  Heimasíða leikskólans           7              21%

  Lokaður hópur á facbook       13            39,4%

  Fréttabréf leikskólans            10            30,3%

  Annað (vinsaml. tilgreinið)    3              9,1%

   

  Við munum rýnar í þessar niðurstöður og nýta þær til að gera góðan skóla betri.

   

  Kveðja leikskólastjóri

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.