Þessi vika hefur verið mjög lífleg og skemmtileg í leikskólanum.
Undanfarið hafabörnin á deildinni gengið með hópinn sinn heim að húsunum sínum og þau verið mynduð fyrir utan. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem unnin eru í tengslum við þemað "bærinn minn og ég". Þegar allir í hópnum eru búinir að gera þetta merkjum við svo inn á götukort í leikskólanum hvar hver og einn býr. Í framhaldinu ætla börnin svo að föndra húsin sín.
Á miðvikudag fóru allir hópar í hreyfingu í sal fyrir hádegið en eftir hádegi fórum við í langan göngutúr í skóginum neðan í Reykjafjalli. Á göngunni rákumst við m.a. á dauðan fugl, skoðuðum eldgamlan bílskrjóð og fundum gamlan torfkofa sem börnin telja næsta víst að sé bústaður dverganna 7.
Í dag enduðum við vikuna svo á Bangsadegi og samsöng í sal. Þar var m.a. sungið fyrir þau börn sem áttu afmæli í október. Sólbakkabörnin stóðu sig mjög vel og fluttu með glæsibrag nokkur lög sem við höfum verið að syngja í haust
Elstu börnin vinna auðvitað hörðum höndum að undirbúningi fyrir flutning yfir í grunnskólann og hér eru sýnishorn af þeirri vinnu.
Bókstafir myndaðir með líkömum:
Skrifað með leir: