Fundargerð foreldraráðs 2. okt 2012

Hveragerði 3. október 2012-10-02

Fundur í foreldraráði leikskólans Undralands

Nættir voru : Sesselja Ólafsdóttir, Þórhallur Einirsson, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir

Starfsmannamál / Síðasti mánuður voru mikil veikindi hjá starfsfólki. Einn starfsmaður kom úr fæðingarorlofi 17. sept og tveir starfsmenn sem að byrja 1. október nk.

Tölvumál eru í algjörum ólestir. Öllum kom saman um að þar þyrfti að gera úrbætur. Umræða að fá foreldrafélagið og foreldraráð til að krefjast úrbóta með bréfi til bæjarstjóra.

Heimasíðan er komin upp en ekki hefur verið hægt að sinna því verkefni vegna veikida starfsmanna.

Leikskólastjóri kynnti vetrarstarfið, kom fram að það þyrfti að senda tölvupóst til kynningar á starfinu.

Umræða um það hvort ætti að senda börnin heim þegar mikil veikindi eru hjá starfsmönnum svo að undirbúningur leikskólakennara geti haldist og starfið verið með eðlilegum hætti. Skiptar skoðanir voru um það .

Spurning um innra eftirlit leikskólans, foreldrakynningu á starfinu og foreldramat á leikskólastarfinu, innraeftirlit leikskólans .

Fundir utan vinnutíma starfsfólks eru 4 klst. á ári sem fara í að skipuleggja starf leikskólans, því er lítill tími sem er umfram til að halda foreldrakynningu.

Umræða um að deildastjórar sendu oftar heim tölvupóst til að foreldrar geti fylgst starfi barnanna.

Skóladagatal 2012-2013 verður sett inn á heimsíðunu leikskólans.

Go to top