Fréttir af Sólbakka

Jólaundirbúningur o.fl.

Í síðustu viku sáum við leiksýninguna um Grýlu og jólasveinana í boði foreldrafélagsins.  Sýningin fór fram í salnum okkar og virtist sem allir hafi haft gaman af þó sum hjörtu hafi verið í minna lagi þá stundina ;)

 

Næstu daga munum við svo fella niður reglubundið hópastarf og gera hlé á því fram yfir áramótin.  Þess í stað verðum við með hefðbundinn jólaundirbúning.  Börnin baka piparkökur, gera og pakka inn jólagjöf handa mömmu og pabba, opna jólaglugga í jóladagatali bæjarins, halda jólaball o.fl (sjá Desemberdagskrá).

 

 

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.