Fréttir af Brekku

Síðasta vika nóvember

Vikan hefur liðið hratt og jólaundirbúningur er hafin. Jólalögin eru farin að hljóma og ýmis jólavinna komin í gang. Við fórum að sækja jólatré við Hamarinn í gær og tóku börnin þátt í að saga niður tréð sem varð fyir valinu. Enginn jólasveinn sást á ferli, trúlega eru þeir ekki komnir til byggða ennþá.

 

 Þá héldum við upp á afmæli Sigrúnar, Ólafar og Gunngeirs og óskum við þeim til hamingju með dagana.