Fréttir af Sólbakka

Jólaball í leikskólanum

Í dag var jólaballið okkar haldið í leikskólanum.  Þar sýndu börn af Sólbakka helgileik og svo var stiginn dans.  Jólasveinninn gekk á hljóðið, heimsótti okkur og færði öllum börnunum bók að gjöf.  Eftir samkomuna í salnum fóru börnin inn á sínar deildir og gæddu sér á piparkökunum sem þau bökuðu í byrjun desember.  Í morgun var líka fyrsti glaðningur ársins í skóm í gluggum og börnin voru mjög spennt yfir því.  Dagurinn hefur því verið góður og líflegur hjá okkur.

 

img 6003

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.