Fréttir af Brekku

Vika 50

Það hefur verið nóg að gera í þessari viku. Á mánudag komu börn úr 4. bekk grunnskólans og fluttu fyrir okkur sína uppfærslu af helgileiknum með söng og leik. Allir skemmtu sér vel. Á miðvikudag var jólaball hér í skólanum og þá sýndu börn á Sólbakka helgileikinn eins og venja er á þessum tímapunkti, síðan var dansað í kringum jólatréð og stekkjastaur kom í heimsókn og færði börnunum pakka. Að því loknu gæddu börnin sér á piparkökunum sem þau höfðu bakað fyrr í mánuðinum. 

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.