Fréttir af Brekku

Vika 51

Á miðvikudaginn heimsóttu öll börn leikskólans hjúkrunarheimilið Ás og voru viðstödd opnun jólagluggans þar, að því loknu var okkur boðið inn þar sem börnin sungu nokkur jólalög fyrir heimilisfólk og aðra viðstadda. Síðan var boðið upp á djús og smákökur. Þetta er árleg heimsókn hjá okkur í leikskólanum og alltaf jafn ánæjuleg.

Í morgun komu börn leikskólans saman og opnuðu jólaglugga Undralands en glugginn er unninn af börnum skólans, sungin voru jólalög og var almenn ánæja með uppákomuna.

Go to top
Copyright © 2019 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.