Fréttir af Brekku

Vika 6

Í vikunni var haldið upp á 3. ára afmæli Kolfinnu á hefðbundinn hátt en hún, Heiðar Máni og Rakel Björk eru nýflutt hingað á Brekku frá Lundi.

Sólbakki og Brekka fóru í göngutúr saman í gær og sungu fyrir fólk á Heilsugæslunni, Bankanum og Hverabakaríi. Tilefnið var dagur leikskólans og fannst okkur tilvalið að sýna okkur og sjá aðra.