Fréttir af Sólbakka

Ný börn og fleira

Sæl öll, eins og þið hafið séð hafa nú bæst við 3 stelpur hjá okkur auk þess sem við erum tímabundið með eina aukastelpu í elsta hópi. Þá eru alls 25 börn hjá okkur. Innréttingar hússins gera ekki ráð fyrir nema 21 barni svo það hefur verið hálfgert ófremdarástand í fataklefanum. Ný hólf og snagar eru í pöntun svo við þurfum að hafa þetta svona aðeins lengur en vonandi ekki lengi þó. Nýju börnin eru Aðalheiður Sif, Hildur Rós, Hrefna Sól og Þórhildur Lotta.  Við þessa fjölgun þurftum við að stokka upp hópaskipan og hana má sjá hér.

Á næstunni munum við setja körfur fyrir aukafatnað á hillurnar í fataklefa og „losa“ okkur þannig við leikskólatöskurnar. Aðalástæðan fyrir þessari breytingu er slysahætta en töskurnar eru oft óþarflega þungar og stórar og ekki ráðlegt að vera með þær ofan við höfuð barnanna.  Hvert barn á þá sína aukafata-körfu sem er höfð í leikskólanum og mikilvægt er að fylla á hana ef eitthvað er tekið úr henni. Á mánudögum er komið með útifatnaðinn og hann er hægt að hengja við hólfin eða fram á fataslána í forstofu. Á föstudögum þarf svo að taka allan útifatnað og tæma hólfin (ekki körfurnar) svo hægt sé að þrífa hjá okkur.   Allan fatnað og skó þarf að merkja vel.

Í körfunni þarf að jafnaði að vera:

 • Buxur
 • Peysa
 • Bolur
 • 1-2 sokkabuxur
 • Nærföt
 • 1-2 sokkar

Gott er svo að hafa í huga að yfir vetrartímann þurfa börnin að vera með:

 • Kudakalli
 • Regngalli
 • Hlý peysa, ull eða flís
 • Lambhúsetta
 • Eða húfa og kragi/buff
 • 2x vettlingar
 • Ullarsokkar
 • Stígvél
 • Kuldastígvél eða –skór

Að lokum minni ég á konudagskaffið á föstudag en þá bjóða börnin mæðrum, ömmum, systrum og/eða frænkum í morgunkaffi í leikskólanum milli klukkan 8 og 9.

Kveðja Anna Erla

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.