fréttabréf maí 2013

Kæru foreldrar!

Vettvangsferðir setja svip sinn á maí mánuð. Hóparnir kynna sér nánasta umhverfi sitt og viða að sér efnivið í sköpun og sameiginleg verkefni.

Vinadagurinn á Undralandi sem var föstudaginn 26. Apríl gekk vel, við opnuðum valstöðvar og börnin gengu á milli deilda og tóku þátt í sköpun og leik. Myndir frá deginum fara á heimasíðuna okkar og verða verkin sett upp í salnum á opnu húsi 24. Maí nk.

Heimasíða Undralands er : undraland.hveragerdi.is

7. maí gróðursetning. Við göngum við upp í lundinn okkar, Undralund við Hamarinn, og gróðursetjum plöntur í stað þeirra sem við fengum um jólin.

17. maí. Leikskólinn verður lokaður frá kl. 8-10 vegna starfsmannafundar

21., 22., og 23. Maí kl. 13:30 – 15.00, verður vorskóli fyrir börn fædd 2007. Börnunum er fylgt frá leikskólanum og þau sótt. Foreldrar vinsamlegast látið Önnu Erlu deildarstjóra Sólbakka vita ef foreldrar vilja sjálfir koma með eða sækja sín börn í vorskólann.

24. maí Opið hús á Undralandi milli klukkan 14 og 15.30 Sett verða upp verkefni barnanna og ljósmyndir af starfi vetrarins.

27. maí kl.10:30 verður Umferðarskólinn með fræðslu fyrir leikskólabörn, farið verður yfir umferðarreglur og öryggi í umferðinni

Í maí stingum við upp matjurtagarðinn, setjum niður kartöflur. Þar er líka að finna rabarbara og rifsberja runna.

 

Sumarkveðja Leikskólastjóri

Go to top