Fréttir af Brekku

Vika 19

Í morgun fóru börn af Brekku og Sólbakka og gróðursettu nokkur tré í reit leikskólans undir Hamrinum. Þetta er árlegur viðburður og er hugsað sem endurgjald fyrir jólatrén sem leikskólinn fær á hverju ári.

Allir skemmtu sér ljómandi vel og börnin voru eins og fjallageitur í Hamrinum, allir nutu dagsins í botn enda einstök veðurblíða.