Fréttabréf

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Við komum hress til starfa 22.Júlí og þá fór sólin að skína! Byrjuðum á starfsdegi og fengum Aðalheiði Margréti Gunnarsdóttur tónlistarkennara til okkar með hugmyndir og leiðir fyrir tónlistartímana. Skólinn á mikið af hljóðfærum og kennsluefni og var gaman að rifja upp og læra meira hjá Aðalheiði. Aðlögun nýrra barna gengur vel og verður fram yfir mánaðarmót ágúst /september. Starfsmannabreytingar : Sandra Leifs Hauksdóttir hætti og fór í háskólann, Ingveldur Sigurðardóttir fer í ársleyfi og flytur til Noregs, Margrét Magnúsdóttir fer í barneignaleyfi í September. Nýir starfsmenn: Lovísa Bragadótti, Berglind Erlendsdóttir og Brynja Benediktsdóttir. Júlí og ágústmánuð notum við til vettvangsferða, útileikja og náttúruskoðunar. Ýmsar áhugaverðar lífverur hafa komið heim úr vettvangsferðum, Hverabjöllur,Skógarbobbar og fleiri krútt. Síðasta vika ágústmánaðar verður góðgerðavika þ.e. að hvetja börnin til að sína umhyggju, hjálpsemi og vináttu, fara með óskilafatnaði í Rauðakrossgáminn. Föstudaginn 30 . ágúst verðu vinaflæði, opið á milli deilda ,í salnum verður unnið sameiginlegt vináttutré. Við skreytum gluggana í rauðum og gulum litum, í tilefni Blómstrandi daga 15. ágúst nk.!

Go to top