Fréttir af Brekku

viku fréttir

Þessi vika hefur verið annasöm, hópastarf er að fara rólega í gang og hóparnir að taka á sig þá mynd sem þeir verða líklega í.

Ágústmánuður er tileinkaður góðverkum og reynum við að sýna hvert öðru tillitsemi og vera góð við hvort annað. Umræður um góðverk eru í hópatímum og við reynum að láta gott af okkur leiða eins og t.d að tína upp rusl og skreyta skólann okkar.

Á mánudag fórum við í göngutúr og tíndum upp það rusl sem við sáum á leiðinni, við fórum einnig í göngutúr á þriðjudag þar sem við fórum yfir umferðareglur og æfðum jafnvægi og fleira. Á miðvikudag var tónlist og skemmtu börnin sér vel við söng og hljóðfæraspil, á fimmtudag máluðu allir mynd til að hengja í gluggann á deildinni til að skreyta fyrir blómstrandi daga. 

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.