Fréttir af Lundi

Ný börn, vetrarstarf o.fl.

Mikið hefur gerst á Lundi síðan í ágúst. Byrjuð eru hjá okkur 9 ný börn síðan eftir sumarfrí en það eru Friðrik Anand, Hlynur Feodors, Hrafnhildur Emelía, Hróar Ingi, Ísak Ernir, Kristín Ágústa, Kristófer Óskar, Mábil og Rúna. Bjóðum við þau velkomin og hlökkum við til að starfa með þeim í vetur. Einnig hætti hjá okkur Þorgeir Helgi. Óskum við honum alls hins besta á nýjum leikskóla. 

Þema vetrarins verður með nýju sniði þar sem við tökum einn mánuð fyrir í senn. Í ágúst vorum við með góðverkaþema en nú í september erum við með umferðaþema. Það sem af er vikunnar höfum við farið í tvískiptum hópum í vettvangsferð um Hveragerði. Við ræddum um umferðaröryggi, m.a. hvar við eigum að ganga, hvar okkur er óhætt að fara yfir götuna og að líta til beggja hliða áður en gengið er yfir. 

 Músahópur og kisuhópur að ganga yfir götuna við Hótel Ljósbrá.

Hestahópur og hundahópur að fara að labba yfir Breiðamörkina.

 

Þann 28. ágúst varð Margrét Rún tveggja ára. Héldum við upp á það á hefðbundinn hátt með kórónugerð og afmælissöng. Óskum við Margréti til hamingju með tveggja ára afmælið. 

 

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.