Fréttir af Brekku

Umferðar öryggi

Í þessari viku höfum við verið að vinna með umferðina og öryggi barna í bíl og gangandi. Umferðaþemað endar í næstu viku með því að lögreglan kemur í heimsókn, þeir ætla að koma miðvikudaginn 25.sept klukkan 10:00. Í október ætlum við að vinna með litina og koma meiri upplýsingar um það seinna. Elstu börnin eru farin að fara upp á Bæjarás í heimsóknir og gengur það vel. Helga Rós varð 3.ára í vikunni og óskum við henni til hamingju með daginn.