Fréttir af Lundi

Smá fréttaskot

Í vikunni byrjaði hjá okkur nýr einstaklingur. Heitir hann Guðmundur Óli og bjóðum við hann hjartanlega velkominn á deildina okkar.

Annars höfum við verið að vinna með litina í október og reynt að hafa fjölbreytni í því. Eins og þið hafið kannski tekið eftir höfum við tileinkað gluggunum í stofunni okkar hverjum lit. Nú þegar höfum við unnið með rauðan og gulan. Grænn bætist svo við á morgun, þá blár í næstu viku og síðustu vikuna í október ætlum við að hafa vinna með alla liti regnbogans! 

 

Í hreyfingu í dag nýttum við veðursældina og fórum í vettvangsferðir.

Hesta- og hundahópur heimsóttu grunnskólalóðina. Þar komu þau akkúrat á meðan frímínútur stóðu yfir og voru þau öll frekar hissa og feimin á þessum stóru krökkum. Þau voru hins vegar fljót að aðlagast og fóru að leika sér. Fannst þeim gaman að leika á nýjum stað og í nýjum tækjum. 

Kisu- og músahópur röltu yfir í Lystigarðinn og skoðuðu þar fjólublá blóm í potti. Þar var líka lítill rauður leikfangahestur alveg eins og við erum með á leikskólanum. Fannst þeim gaman að leika á honum. Skemmtilegast af öllu var að skoða tréin, brúnu greinarnar og könglana sem lágu á jörðinni og svo græn lauf sem þau fundu á einu tréinu. Tókum við nokkur svoleiðis með okkur heim á Lund. 

 

Minni á GRÆNAN DAG á morgun, föstudaginn 18. október! 

 

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.