Fréttabréf leikskólastjóra jan 2014

Fréttabréf janúar 2014

Gleðilegt ár kæru foreldrar og takk fyrir samstarfið á liðnu ári.

 • Í janúarmánuði verður unnið með ævintýrið Geitunar þrjár. Deildirnar verða hver með sína útfærslu á þessu verkefni. Notað verður verðlaust efni og sköpunargleði barnanna virkjuð. Þemavinnan endar með uppsetningu á leikriti um Geiturnar þrjár.

 • Sólbakki er að vinna að undirbúningi að skólagöngu , ásamt lífsleikniverkefninu Zippý.

 • Föstudaginn 17. janúar verðum við með ljóslausan dag. Þá koma allir með vasaljós í leikskólann til að sjá eitthvað þann daginn.

 • Mánudaginn 20. Janúar er leikskólinn lokaðurvegna skipulagsdags.

 • Föstudaginn 24. janúar höldum við upp á bóndadaginn með hefðbundnum hætti. Börnin eru búin að læra þorralög og gera þorrakórónur í tilefni þorra. Við bjóðum við pabba, afa og bræður velkomna í morgunmat og kaffi milli kl 8 og 9. Í hádeginu borðum við hefðbundinn þorramat þar sem allir eru hvattir til smakka á hákarli og súrmat. Samsöngur verður í sal leikskólans, þá koma allar deildir saman og syngja af hjartanslist með gítarundirspili .

 • 3. febrúar er starfsmannafundur milli 8 og 10 . Þann dag opnar leikskólinn kl.10.

 • Vinadagur verður á föstudaginn 7. Febrúar nk. Opið verður á milli deilda og börnin geta valið sér leik og vinnustöðvar. Lögð er áhersla á samskipti og tilllitssemi.

 • Föstudaginn 21. febrúar verður konudagurinn haldinn hátíðlegur og þá bjóðum við mæðrum ömmum, systrum í morgunkaffi milli kl 8 og 9.

 • Starfsmannabreytingar verða í janúar:

  • Jenný Harðardóttir hætti hjá okkur í byrjun janúar til að halda áfram námi. Í hennar stað kemur Dagný Dögg Steinþórsdóttir.

  • Brynja Benediktsdóttir hættir hjá okkur 1. febrúar til að fara í heimsreisu og í hennar stað kemur Kristín Munda Kristinsdóttir.

 • Foreldrakönnun verður send út í vikunni og verður hún opin í 10 daga.

 • Tölvumál leikskólans hafa verið í ólestri vegna innrása tölvuvírusa. Viðgerðir og endurnýjun tölvubúnaðar hafa staðið yfir og eru að ganga vel.

Kveðja leikskólastjóri

Go to top