Fréttir úr leikskólanum

Starfsmannafundur 30. apríl

Leikskólinn verður lokaður milli kl 8 og 10 fimmtudaginn 30. apríl vegna starfsmannafundar.

Byrjað verður á almennum starfsmannafundi þar sem farið er yfir ýmis hagnýt atriði innan leikskólans.  Að því loknu kemur Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi til okkar og verður með kynningu á tákn með tali.  Í lok fundar kemur séra Jón Ragnarsson og kynnir fyrir starfsfólki áfallaáætlun leikskólans.