Foreldraráð

 

 Foreldraráð:

Í foreldraráði Undralands eru: Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, Elínborg Ólafsdóttir og Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir. 

Í foreldraráði Óskalands eru: Astrid Kristjánsdóttir, Ása Björk Ásgeirsdóttir, Hjördís Harpa Wium Guðlaugsdóttir og Kolbrún Vilhjálmsdóttir

 

Tilgangur með stofnun foreldraráða er að auka möguleika foreldra  til að hafa áhrif og að taka þátt í starfsemi leikskóla. Hlutverk  foreldraráðs er að fjalla um og gefa umsögn til leikskólans og  leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar þær áætlanir sem  varða starfsemi leikskóla, fylgjast með að áætlanir séu kynntar  foreldrum og hvernig þær eru framkvæmdar. Þá er einnig gert ráð fyrir að  við ákvörðun um allar meiriháttar breytingar á skólastarfi sé haft  samráð við foreldraráð. Foreldraráðin taka einnig við  ábendingum um það sem betur má fara og koma þeim formlega áleiðis.

 

Last Updated on Thursday, 30 March 2017 12:50

Go to top