Sönglög í nóvember og janúar

Mér er kalt á tánum
(Lag: Ég langömmu á)
Mér er kalt á tánum
ég segi það satt.
Ég er skólaus og skjálfandi
og hef engan hatt.
 
Það snjóaði í morgun,
það snjóaði í dag.
Ég er hreint alveg ráðalaus,
en hvað um það.
 
Ég syng mína vísu
um snjóinn og mig,
tra, la, la, la, la, la, la
um snjóinn og mig.
 
 
Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur,
mundi’ ég láta’ þær allar inn,
elsku besti vinur minn!
:,: Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa :,:
Elsku besti stálagrér,
heyrirðu hvað ég segi þér?:
“Þú hefur étið úldið smér
og dálítið af snæri
elsku vinurinn kæri”!
:,: Úmbarassa....:,:
Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég kominn upp í sveit
á rútunni hans Steina.
Skilurðu hvað ég meina?
:,: Úmbarassa....:,:
 
 
Fatavísur
Sumar fötin, sumarfötin
setjum inn í skáp.
Geymum þau í vetur
og klæðum okkur betur.
sumar fötin, sumar fötin
setjum inn í skáp.
 
Þykku fötin, þykku fötin
þykja best í snjó.
Þegar út við þjótum
og karl úr snjó við mótum.
Þykku fötin, þykku fötin
þykja best í snjó.
 
Polla fötin, polla fötin
puðumst við nú í.
Úti regnið bylur
stétt og steina hylur
Polla fötin, polla fötin
puðumst við nú í.
 
 
“Druslu-lagið”
Við setjum svissinn á
og við kúplum gírnum frá,
það er startað
og druslan fer í gang!
Drun, drun!!
Það er enginn vandi
að aka bifreið.
ef maður bara kemur
henni í gang.
Drun, drun!!
 
Klappvélin
Við ætlum að setja klappvélina í gang. Við klöppum saman lófum og á lærin til skiptis. Klöppum þar til allir eru farnir að klappa með.
Við byrjum þá að fara með vísu og fylgjum taktinum.
Afi minn fór á honum rauð,
Og hinn helmingur salarins ( hópsins) svarar.
Eitthvað suður á bæi.
 
 
Reykurinn
Við ýtum reyknum út
og við togum reykinn inn
og reykurinn fer upp um skorsteininn.
Syngjum glorí, glorí, hallelúja
og reykurinn fer upp um skorsteininn.
 
 
Vetrarkuldinn
Æ, vetrarkuldinn býtur í vangann
æ, vetrarkuldinn vondur hann er.
Ég hoppa, ég dansa, ég hleyp daginn langan
svo vetrarkuldinn vinn’ekk’á mér
 
 
Dagarnir
Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur, fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur,
og þá er vikan búin.
Mánuðirnir
Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember
 
 
Fimmeyringurinn
Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.
Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá.
Fyrst kaupi ég mér brúðu sem leggur aftur augun,
og armbandsúrið fína af fallegustu gerð.
Og af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum,
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.
 Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira,
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn.
Svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði og fleira
og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.
 
Íslenska, já takk
(Lag: Snert hörpu mina) Ljóð: Þórarinn Eldjárn
Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg
 
Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn – nema ég og þú.
 
 
Einn var að smíða
Einn var að smíða ausutetur
annar hjá honum sat.
Þriðji kom og bætti´um betur
hann boraði á hana gat.
Hann boraði á hana eitt,
hann boraði á hana tvö,
hann boraði á hana þrjú og fjögur,
fimm og sex og sjö.
 
 
Palli var einn í heiminum
(lag:  Búkolla í Bankastræti)
Ég þekki lítinn labbakút,
sem langaði að stelast út.
Á litlu tánum læddist einn,
en langaði ekki að vekja neinn.
 
:,: Ha, ha, ha, trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér:,:
 
Út á götu æddi hann,
og ekki nokkurn þar hann fann.
Suður í búð hann síðan gekk
og súkkulaðimola fékk.
 
:,: Ha, ha, ha, trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér:,:
 
Glettinn máninn
Glettinn máninn gægist gjarnan til mín inn,
sýnist vilja segja: "Sjá þú geislann minn.
Málað hef ég marga mynd á dal og strönd,
sett þær mánasilfri, sýnt þar töfralönd"
 
Hátt í himinveldi hreykir máninn sér.
Hann er oft að hlæja, hlær að mér og þér.
Skuggana hann skammar, skýst á undan þeim.
Silfurörvar sínar sendir út um geim.
 
 
Gráðug kerling
Gráðug kerling
hitaði sér velling
og borðaði namm, namm, namm
síðan sjálf jamm, jamm, jamm
af honum heilan helling.
 
Svangur karlinn varð alveg dolfallinn
og starði svo sko, sko, sko
heilan dag ho, ho, ho
ofan í tóman dallinn.
 
Ég langömmu á
Ég langömmu á sem að létt er í lund.
Hún leikur á gítar hverja einustu stund.
Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag.
 
Dag einn er kviknaði í húsinu þar,
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
eldurinn logaði´um glugga og göng,
sat sú gamla´upp á þaki og spilaði´ og söng.
 
 
 
 
 
 
 
Skakkur og skrýtinn maður
Einn skakkur og skrýtinn maður
gekk skakka og skælda braut,
fann skakka og skælda krónu
í skakkri og skældri laut
og skakka og skælda kisu
með skakka og skælda mús.
Svo fór hann heim með fund sinn
í skælt og skrýtið hús
 
Ramm, samm, samm
A ramm samm samm,
a ramm samm samm,
gúrí, gúrí, gúrí, gúrí, gúrí,
ramm samm samm.
A ramm samm samm,
a ramm samm samm,
 gúrí, gúrí, gúrí, gúrí, gúrí,
ramm samm samm.
Hér er ég, hér er ég,
gúrí, gúrí, gúrí, gúrí, gúrí,
ramm samm samm.
Hér er ég, hér er ég,
gúrí, gúrí, gúrí, gúrí, gúrí,
ramm samm samm.
 
 
 
Óli og Berta
Óli fór til Bertu, bakaríistertu,
og bað hana að kyssa sig.
Þá sagði Berta, bakaríisterta:
“Bara ef þú elskar mig!”

Þá sagði Óli, sem var á hjóli,
“Berta, ég elska þig!”
Glöð sagði Berta, bakaríisterta,
“Nú máttu kyssa mig!”
(“kyss - kyss” (kysst út í loftið))
 
Ég er mús
(Lag: Þegar barnið í föt sín fer)
Ég er mús eins og allir sjá,
lík er pabba og mömmu sem ég á .
Ostur besta sem ég veit
enda er ég soldið feit.
Sona er að vera mús
og kunna ekki að drekka úr krús,
en mig langar svo oft í djús.
Ég heiti;
Mýsla tísla, tása, túsla, x3
þetta heiti ég.
 
Mæja maríuhæna
Mæja maríuhæna
fór í gönguferð væna.
Þar rakst hún á hann Sigga Fel
sem svaf í sinni sniglaskel.
 
Svo kom rok og steypiregn
og Mæja blotnaði í gegn.
Kæri Siggi hleyp mér inn
í sniglaskeljakuðunginn.
 
Já gakkt’í bæinn Mæja kær
svo þorni þínar blautu tær.
Stofan mín er löng og mjó
og alveg laus við regn og snjó.
 
Svo sátu Mæja og Siggi hér
í alla nótt og skemmtu sér.
Þau urðu vinir eins og skot
og giftu sig um áramót.
 
Duruddu ruddu ruddu ….
 
 
Lítið, lasið skrímsli
Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.
 
Ég er orðinn upplitaður,
ég er orðinn voða sljór.
Ég held ég hringi í lækni
því að halinn er svo mjór.
 
Skrímsli eru eins og krakkar,
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi og með stíflað nef?
 
Augun mín, þau standa á stilkum,
annað starir út í vegg,
og ég held að aldrei aftur
muni á mér vaxa skegg.
 
Ó, mamma, elsku mamma,
nú ég meðal verð að fá,
glás af iðandi ormum,
annars kemst ég ekki á stjá!
 
Skrímsli eru eins og krakkar ...
 
Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.
 
Ég er orðinn upplitaður
ég er orðinn voða sljór,
ég held ég hringi í lækni
því að halinn er svo mjór.
 
         Skrímsli eru eins og krakkar
 
 
Krókódíll í lyftunni
Það er krókódíllí lyftunni minni,
og ég er soldið smeyk við hann.
Það er krókódíll í lyftunni minni,
og hann getur étið mann.
O-o-ó krókódíll!!!
Fööörum,
upp á 1. Hæð.
Þú færð ekki að éta mig
því að það er ÉG sem ræð.
Úúúúú DING!
 
Það er krókódíll….. (2. Hæð og svo frv.)
 
Go to top