Lög í nóvember

Fatavísur
Sumar fötin, sumarfötin
setjum inn í skáp.
Geymum þau í vetur
og klæðum okkur betur.
sumar fötin, sumar fötin
setjum inn í skáp.
 
Þykku fötin, þykku fötin
þykja best í snjó.
Þegar út við þjótum
og karl úr snjó við mótum.
Þykku fötin, þykku fötin
þykja best í snjó.
 
Polla fötin, polla fötin
puðumst við nú í.
Úti regnið bylur
stétt og steina hylur
Polla fötin, polla fötin
puðumst við nú í.
 
Hátt upp´á fjalli...
Hátt upp´í fjöllunum búa þrjú tröllin:
Tröllapabbi, tröllamamma og litli Trolli trölli.
BÖÖHH!! Sagði tröllapabbi.
Bööhh!! Sagði tröllamamma,
en hann litli Trolli trölli,
sagði ekki neitt!! (ussss).
 
Tröllalagið
Lag og texti: Soffía Vagnsdóttir 
Hérna koma nokkur risa tröll.  Hó!  Hó!
Þau öskra svo bergmálar um fjöll.
Hó!  Hó!
Þau þramma yfir þúfurnar.
Svo fljúga burtu dúfurnar.
En bak við ský er sólin hlý í leyni.
Hún skín á tröll.
Þá verða þau að steini!
(Sól, Ský, Tröll, Dúfur)

 

Íslenska, já takk

(Lag: Snert hörpu mina) Ljóð: Þórarinn Eldjárn
Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn – nema ég og þú.

Lagið um það sem er bannað
Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti ofan í skurð,
ekki fara í bæinn og kaupa popp og tyggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó,
ekki týna blómin sem eru úti´í beði
og ekki segja "ráddi" heldur "réði".

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið,
það er alltaf að skamma mann,
þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara að hlæja þó einhver sé að detta,
-ekki gera hitt og ekki þetta!

Þetta fullorðna...

Góðan dag
Góðan dag kæra jörð.
Góðan dag kæra sól.
Góðan dag kæra tré
og blómin mín öll.
Sæl fiðrildin mín
og Lóan svo fín.
Góðan dag fyrir þig,
góðan dag fyrir mig.

Leikskólinn Undraland
Lag, Höf. ókunnur Texti, Ólöf M. Ingólfsdóttir
Leikskólinn Undraland, ó góði skólinn minn.
Gott er að vera nú komin hingað inn.
Allir sem eru hér kunna´ að skemmta sér.
Undraland , Undraland, Undraland, Undraland
Undraland , Undraland, Undraland, Undraland
UNDRALAND

Vinátta
Margrét Ólafsdóttir
Allir þurfa' að eiga vin
allir þurfa að eiga vin.
Leggjum núna hönd í hönd
og hnýtum okkar vinabönd

Þegar bjátar eitthvað á
allt það segja vini má.
Ýta sorgum öllum frá
og aftur gleði sinni ná.

Vináttan hún færir frið.
Friður bætir mannkynið.
Öðrum sýnum ást og trú
og eflum vináttuna nú.

Allir þurfa' að eiga vin
allir þurfa að eiga vin.
Leggjum núna hönd í hönd
og hnýtum okkar vinabönd

 
 
Go to top