Lagalisti

September: Umferðaþema

Um landið bruna bifreiðar
Um landið bruna bifreiðar,
bifreiðar, bifreiðar,
með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.
Ba-bú, ba-bú,
tr-la-la-la-la-la-la,
ba-bú, ba-bú,
tra-la-la-la-la!
 
Um loftin fljúga flugvélar,
flugvélar, flugvélar,
með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.
Ba-bú......
 
Um höfin sigla skúturnar,
skúturnar, skúturnar.
með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.
Ba-bú.....

 

Brunabíllinn, kötturinn og þrösturinn

Ba, bú, ba, bú

brunabíllinn flautar

Hvert er hann að fara?

Vatn á eld að sprauta

(ts-s-s-s-s)

gerir alla blauta.

 

Mjá, mjá, mjá, mjá

mjálmar gráa kisa

Hvert er hún að fara?

Út í skóg að ganga

(s-s-s-s-s-s-s)

skógarþröst að fanga.

 

Bí, bí, bí, bí

skógarþröstur syngur

Hvert er hann að fara?

Burt frá kisu flýgur

(f-f-f-f-f-f)

Loftin blá hann smýgur.

 

Gamli Nói

Gamli Nói, gamli Nói

keyrir kassabíl.

Hann kann ekki að stýra

brýtur alla gíra.

Gamli Nói, gamli Nói

keyrir kassabíl.

 

Druslulagið

Við setjum svissinn á

og við kúplum gírnum frá,

það er startað

og druslan fer í gang!

Drun, drun.

 

Það er enginn vandi

að aka bifreið,

ef maður bara

kemur henni í gang.

Drun, drun.

 

Strætóvísur

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

hring, hring, hring, hring, hring, hring.

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

út um allan bæinn.

 

Hurðin á strætó opnast út og inn,

út og inn, út og inn.

Hurðin á strætó opnast út og inn,

út um allan bæinn.

 

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,

kling, kling, kling, kling, kling, kling.

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,

út um allan bæinn.

 

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

bla, bla, bla, bla, bla, bla.

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

út um allan bæinn.

 

Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,

uh, uh, uh, uh, uh, uh.

Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,

út um allan bæinn.

 

Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss,

uss, uss, uss, uss, uss, uss.

Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss,

út um allan bæinn.

 

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

hring, hring, hring, hring, hring, hring.

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

út um allan bæinn.

 

Tjú tjú bíllinn

Tjú tjú segir bíllinn minn,

ek ég inn í bílskúrinn.

Fingri styð á flautuna bíb, bíb 

og fætinum á bremsuna.

 

Ég sé bíla

Ég sé bíla, ég sé bíla

keyra um.

Sumir eru stórir,

aðrir eru litlir

Bíp, bíp, bíp,

bíp, bíp, bíp.

 

Ég sé bíla, ég sé bíla

keyra um.

Sumir fara hratt,

aðrir fara hægt.

Bíp, bíp, bíp,

bíp, bíp, bíp.

 

Stóra brúin

Stóra brúin fer upp og niður,

upp og niður, upp og niður.

Stóra brúin fer upp og niður,

allan daginn!

 

Bílarnir aka yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Bílarnir aka yfir brúna,

allan daginn!

 

Skipin sigla undir brúna,

undir brúna, undir brúna.

Skipin sigla undir brúna,

allan daginn!

Flugvélar fljúga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Flugvélar fljúga yfir brúna,

allan daginn!

 

Fiskarnir synda undir brúna,

undir brúna, undir brúna.

Fiskarnir synda undir brúna,

allan daginn!

 

Fuglarnir fljúga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Fuglarnir fljúga yfir brúna,

allan daginn!

 

Börnin ganga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Börnin ganga yfir brúna,

allan daginn!

 

Kátur drengur

Kátur er hann Kalli minn

kominn upp í bílinn sinn

eitthvað langt hann ætlar sér

út í heiminn sýnist mér.

Tra la la la ...

 

Gaman væri far að fá

fallegt margt og nýtt að sjá

lönd og borgir, fjöll og foss

fáir öðlast þvílíkt hnoss.

Tra la la la...

 

En að þykjast allt það er

aðeins slíkt ef líkar mér

þá með Kalla færðu far

fargjaldið er ekki par.

Tra la la la...

 

Glatt skín sól og gott er hjarn

gaman er að vera barn

eiga von og æskuþrá

ævintýralöndin sjá.

Tra la la la...

 

Lestin

Tuff, tuff, tuff, tuff lestin fer,

lestin fer, lestin fer.

Tuff, tuff, tuff, tuff lestin fer,

tuff, tuff lestin fer. Úh, ú-ú-ú-úh!

 

Brumm brumm

Brumm brumm, brumm-brumm!

Brumm brumm, brumm-brumm!

Bílar keyra allan daginn,

fram og aftur út um bæinn.

Bíb bíííb! Bíb bíííb!

 

Brumm brumm, brumm-brumm!

Brumm brumm, brumm-brumm!

Mig langa frekar út úr bænum,

út í sveit í einum grænum.

Bíb bíííb! Bíb bíííb!

 

Brumm brumm, brumm-brumm!

Brumm brumm, brumm-brumm!

Í sveitinni er gott að keyra,

þar er margt að sjá og heyra.

Bíb bíííb! Bíb bíííb!

 

 

Litalagið

Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn, bleikur banani,

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.

  

Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar

eru í skessuleik.

Má ég ekki mamma,

með í leikinn þramma?

Mig langar svo, mig langar svo,

að lyfta mér á kreik.

 

Allir krakkar

eru að fara út.

Út með skóflu og fötu

en ekki út á götu.

Allir krakkar, allir krakkar

eru að fara út.

 

Allir krakkar, allir krakkar

eru að fara heim.

Heim til pabba og mömmu

líka afa og ömmu.

Allir krakkar, allir krakkar

eru að fara heim.

 

 

Söngvasveinar

:,: Við erum söngvasveinar á leiðinni’ út í lönd :,:

leikum á flautu, á skógarhorn, á skógarhorn,

leikum á flautu, fiðlu’ og skógarhorn.

 

Og við skulum dansa hopsasa, hopsasa, hopsasa,

við skulum dansa hopsasa - HOPSASA!!

 

 

Lonníetturnar

Ég lonníetturnar lét á nefið,

svo lesið gæti ég frá þér bréfið.

Ég las það oft og mér leiddist aldrei

og lifað gæti ég ei án þín.

Tral la la la la la ljúfa,

tra la la la la la ljúfa,

ég las það oft og mér leiddist aldrei

og lifað gæti ég ei án þín.

 

 

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman

þar leika allir saman

leika úti og inni

og allir eru með.

Hnoða leir og lita,

 

Þið ættuð bara að vita,

 

hvað allir eu duglegir

í leikskólanum hér

 

 

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt,

hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.

Læknirinn kom þá með sína tösku og sinn hatt

hann bankaði á dyrnar: Ra, ta, ta, ta, tatt!

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus:

Hún skal í rúmið og ekkert raus !

 

Dagarnir

Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,

miðvikudagur, fimmtudagur,

föstudagur og laugardagur,

og þá er vikan búin.

 

Mánuðirnir

Janúar, febrúar,

mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,

september, október,

nóvember og desember

 

 

Hátt upp' á fjalli...

Hátt upp'í fjöllunum búa þrjú tröllin:

Tröllapabbi, tröllamamma og litli Trolli trölli.

BÖÖHH!! Sagði tröllapabbi.

Bööhh!! Sagði tröllamamma,

en hann litli Trolli trölli,

sagði ekki neitt!! (ussss).

 

 

Bangsi lúrir

Bangsi lúrir, bangsi lúrir,

bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn,

stirður eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi

enginn treystir því.

 

Fatavísur

Sumar fötin, sumarfötin

setjum inn í skáp.

Geymum þau í vetur

og klæðum okkur betur.

sumar fötin, sumar fötin

setjum inn í skáp.

 

Þykku fötin, þykku fötin

þykja best í snjó.

Þegar út við þjótum

og karl úr snjó við mótum.

Þykku fötin, þykku fötin

þykja best í snjó.

 

Polla fötin, polla fötin

puðumst við nú í.

Úti regnið bylur

stétt og steina hylur

Polla fötin, polla fötin

puðumst við nú í.

 

Lítil mús

Lítil mús, lítil mús, 

lítil húsamús. 

Lítil mús, lítil mús, 

lítil hagamús. 

Hvað gerir músin nú?

Hún flýr í bóndands bú. 

 

Lausavísur

Afi minn og amma mín

út' á Bakka búa. 

Þau eru bæði sæt og fín, 

þangað vil ég fljúga. 

 

Fljúga hvítu fiðrildin

fyrir utan gluggann

þarna siglir einhver inn

ofurlítil duggan. 

 

Afi minn fór á honum rauð

eitthvað suðr' á bæi

að sækja bæði sykur og brauð

sitt af hvoru tagi. 

 

Sigga litla systir mín

situr út' í götu

er að mjólka ána sín

í ofurlitla fötu. 

 

Fuglinn segir bí bí bí. 

Bí bí segir Stína. 

Kveldúlfur er kominn í

kerlinguna mína. 

 

Krummavísa

Krummi krúnkar úti

kallar á nafna sinn. 

Ég fann höfuð af hrúti

hrygg og gæru skinn. 

::Komdu nú og kroppaðu með mér

krummi nafni minn.::

 

Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá, 

kaldri vetrarnóttu á,

::verður margt að meini.::

Fyrr en dagur fagur rann, 

freðið nefið dregur hann,

::undan stórum steini::

 

Allt er frosið úti gor. 

ekkert fæst við ströndu mor, 

::svengd er metti mína::

Ef að húsum heim ég fer, 

heimafrakkur bannar mér, 

::sepp' úr sorp' að týna::

 

Á sér krummi ýfði stél, 

einnig brýndi gogginn vel, 

::flaug úr fjallagjótum::

Lýtur yfir byggð og bú,

á bæjum fyrr en vakna hjú,

::veifar vængjum skjótum::

 

Sálaður á síðu lá,

sauður feitur garði hjá,

::fyrrum frár á velli::

Krunk, krunk nafnar komið hér,

krunk, krunk því oss búin er, 

::krás á köldu svelli::

 

Atti katti nóa

Atti katti nóa, atti katti nóa,

emissa demissa dollara missa dei.

Setrakolla missa radó, setrakolla missa radó. 

Atti katti nóa, atti katta nóa, 

emissa demissa dollara missa dei.

 

 

 

Go to top