Fréttir af Kröflu

Skólahópur að störfum

Vetrarstarfið komið í gang

Nú er vetrarstarfið komið í gang á deildinni og allt að komast í fastar skorður hjá okkur.  Sú óvenjulega staða er hjá okkur að í vetur er aldurshreint hjá okkur, þ.e. öll börnin á deildinni eru fædd 2008 og því öll í elsta árgangi. 

Við ætlum að skipta hópnum í tvennt í "skólahóp", Stjörnuhóp og Tíglahóp, en í hreyfingu og lífsleikni skiptast börnin í 3 hópa, Fernings-, Þríhyrnings- og Hringhóp, og sú skipting helst í hendur við skiptingu niður á matborðin. Hópaskiptinguna má sjá hér.  

Haustið á Sólbakka

Nú erum við búin að fá öll börnin á deildina sem verða hjá okkur í vetur.  Við fengum 5 börn af Brekku, Viktor Berg, Ragnar Snæ, Rakel Rós, Ólöfu Rún og Stefán Gunngeir.  Að auki komu 3 glæný börn, Helena fyrir frí og Birkir Elías og Hrafnkell Örn núna í ágúst.  'i hópnum verða þá alls 21 barn, 14 strákar og 7 stelpur, og öll eru þau fædd 2008. 

Starfmannahópurinn breytist ekki mikið en Sandra okkar hætti og fór í nám en Erna Kolbrún kom í hennar stað. Í húsinu eru svo tveir nýjir afleysingastarfsmenn en það eru Berglind (Linda) og Marija sem eiga örugglega eftir að koma eitthvað við sögu hjá okkur.

 

Ný börn og fleira

Sæl öll, eins og þið hafið séð hafa nú bæst við 3 stelpur hjá okkur auk þess sem við erum tímabundið með eina aukastelpu í elsta hópi. Þá eru alls 25 börn hjá okkur. Innréttingar hússins gera ekki ráð fyrir nema 21 barni svo það hefur verið hálfgert ófremdarástand í fataklefanum. Ný hólf og snagar eru í pöntun svo við þurfum að hafa þetta svona aðeins lengur en vonandi ekki lengi þó. Nýju börnin eru Aðalheiður Sif, Hildur Rós, Hrefna Sól og Þórhildur Lotta.  Við þessa fjölgun þurftum við að stokka upp hópaskipan og hana má sjá hér.

Á næstunni munum við setja körfur fyrir aukafatnað á hillurnar í fataklefa og „losa“ okkur þannig við leikskólatöskurnar. Aðalástæðan fyrir þessari breytingu er slysahætta en töskurnar eru oft óþarflega þungar og stórar og ekki ráðlegt að vera með þær ofan við höfuð barnanna.  Hvert barn á þá sína aukafata-körfu sem er höfð í leikskólanum og mikilvægt er að fylla á hana ef eitthvað er tekið úr henni. Á mánudögum er komið með útifatnaðinn og hann er hægt að hengja við hólfin eða fram á fataslána í forstofu. Á föstudögum þarf svo að taka allan útifatnað og tæma hólfin (ekki körfurnar) svo hægt sé að þrífa hjá okkur.   Allan fatnað og skó þarf að merkja vel.

Í körfunni þarf að jafnaði að vera:

 • Buxur
 • Peysa
 • Bolur
 • 1-2 sokkabuxur
 • Nærföt
 • 1-2 sokkar

Gott er svo að hafa í huga að yfir vetrartímann þurfa börnin að vera með:

 • Kudakalli
 • Regngalli
 • Hlý peysa, ull eða flís
 • Lambhúsetta
 • Eða húfa og kragi/buff
 • 2x vettlingar
 • Ullarsokkar
 • Stígvél
 • Kuldastígvél eða –skór

Að lokum minni ég á konudagskaffið á föstudag en þá bjóða börnin mæðrum, ömmum, systrum og/eða frænkum í morgunkaffi í leikskólanum milli klukkan 8 og 9.

Kveðja Anna Erla

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár öll saman og takk fyrir samstarfið á því gamla.  Nú er allt að komast í sitt fasta form aftur eftir jólastússið og hópastarf að byrja á ný.  Fyrst um sinn verður hópaskipan og -starf með sama sniði og fyrir áramót en í febrúar bætast sennilega 3 börn við deildina og þá þurfum við að stokka aðeins upp hópana.  En sú breyting verður tilkynnt þegar að því kemur. 

Í janúar eru tveir prinsar búnir að eiga afmæli hjá okkur, Úlfur varð 5 ára 2. janúar og Ingimar á fimm ára afmæli í dag.  Til hamingju með dagana ykkar strákar :)

Úlfur 5 ára  Ingimar 5 ára

Jólaball í leikskólanum

Í dag var jólaballið okkar haldið í leikskólanum.  Þar sýndu börn af Sólbakka helgileik og svo var stiginn dans.  Jólasveinninn gekk á hljóðið, heimsótti okkur og færði öllum börnunum bók að gjöf.  Eftir samkomuna í salnum fóru börnin inn á sínar deildir og gæddu sér á piparkökunum sem þau bökuðu í byrjun desember.  Í morgun var líka fyrsti glaðningur ársins í skóm í gluggum og börnin voru mjög spennt yfir því.  Dagurinn hefur því verið góður og líflegur hjá okkur.

 

img 6003

 •  Start 
 •  Prev 
 •  Next 
 •  End 

Page 1 of 3

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.