Fréttir af Kröflu

Jólaundirbúningur o.fl.

Í síðustu viku sáum við leiksýninguna um Grýlu og jólasveinana í boði foreldrafélagsins.  Sýningin fór fram í salnum okkar og virtist sem allir hafi haft gaman af þó sum hjörtu hafi verið í minna lagi þá stundina ;)

 

Næstu daga munum við svo fella niður reglubundið hópastarf og gera hlé á því fram yfir áramótin.  Þess í stað verðum við með hefðbundinn jólaundirbúning.  Börnin baka piparkökur, gera og pakka inn jólagjöf handa mömmu og pabba, opna jólaglugga í jóladagatali bæjarins, halda jólaball o.fl (sjá Desemberdagskrá).

 

 

Margt búið að gerast

Undanfarið hefur verið margt um að vera í leikskólanum.  Við vorum með bangsadag þar sem allir komu með bangsann sinn í leikskólann.

Fyrr í nóvember vorum við með vinadag í tengslum við alþjóðlegan dag eineltis.  Þá var opið milli deilda í leikskólanum og börnin fengu að heimsækja hvert annað.  Dagurinn var mjög skemmtilegur og gaman að sjá börn í öllum aldurshópum leika saman.  Á tveimur stöðum vour unnin sameiginleg myndverk í tengslum við daginn.

Hópastarfið gengur sinn vanagang og hér má sjá myndir af hópunum í vinnu 

 

 

 

 

                

 

                

 

Ferningshópur að mála húsin sín

 

 

 

 

 

 

 

 

Þríhyrningshópur í heimsókn í Sunnumörk

 

 

 

 

 

 

 

 

Hringhópur í gönguferð í listigarðinum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skólahópurinn að vinna með formin

 

Vikan 22.-26. október, bangsadagur og fleira

Þessi vika hefur verið mjög lífleg og skemmtileg í leikskólanum. 

Undanfarið hafabörnin á deildinni gengið með hópinn sinn heim að húsunum sínum og þau verið mynduð fyrir utan.  Þetta er eitt af þeim verkefnum sem unnin eru í tengslum við þemað "bærinn minn og ég".  Þegar allir í hópnum eru búinir að gera þetta merkjum við svo inn á götukort í leikskólanum hvar hver og einn býr.  Í framhaldinu ætla börnin svo að föndra húsin sín. 

 Í skógarferð

Á miðvikudag fóru allir hópar í hreyfingu í sal fyrir hádegið en eftir hádegi fórum við í langan göngutúr í skóginum neðan í Reykjafjalli.  Á göngunni rákumst við m.a. á dauðan fugl, skoðuðum eldgamlan bílskrjóð og fundum gamlan torfkofa sem börnin telja næsta víst að sé bústaður dverganna 7. 

 

Í dag enduðum við vikuna svo á Bangsadegi og samsöng í sal.   Þar var m.a. sungið fyrir þau börn sem áttu afmæli í október.  Sólbakkabörnin stóðu sig mjög vel og fluttu með glæsibrag nokkur lög sem við höfum verið að syngja í haust  allir bangsar á loft

 

Elstu börnin vinna auðvitað hörðum höndum að undirbúningi fyrir flutning yfir í grunnskólann og hér eru sýnishorn af þeirri vinnu.

Bókstafir myndaðir með líkömum:

Bókstafir myndaðir með líkömum

 

Skrifað með leir:

Skrifað með leir

 

 

Fréttir af okkur

 
Sæl öll saman,
 
nú hefur hópastarfið komist í rútínu og allir hópar eru með sínum hópstjórum í vinnu/leik 4x í viku.  Þema vetrarins er Bærinn minn og ég og miðast vinnan við að börnin tengi sjálf sig við Hveragerði, skoði og kynnist svæðum og stofnunum sem einkenna bæinn og nýti umhverfið til leikja og vinnu.  Að auki fara 2008 börnin í reglulegar heimsóknir á Bæjarás en 2007 börnin fara í sinn grunnskólaundirbúning og lífsleikni.  Undanfarin ár hafa elstu börnin ekki farið í þemavinnu heldur einbeitt sér að grunnskólaundirbúningi (skólahóp) en okkur langaði að prófa að láta þau fara í þema í vetur.  Ef þetta reynist of mikið endurskoðum við málið eftir nokkrar vikur.  Nánari upplýsingar um hópaskiptingu og stundaskrá er að finna hér efst til vinstri á heimasíðunni (undir Sólbakka).
 
Fyrir helgina veiktist eitt barn í leikskólanum af hand-, fót- og munnsjúkdómi og þar sem pestin er smitandi er ágætt að lesa um hana hér á síðu landlæknisembættis: http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12481/Hand---fot--og-munnsjukdomur
 
Takk fyrir líflega viku og hafið það gott um helgina.
kv. Anna Erla

Bleikur dagur á Sólbakka

Föstudaginn 12. október vorum við með bleikan dag í leikskólanum okkar.  Þá komu börnin í eða með eitthvað bleikt, við föndruðum bleikar kórónur og fengum bleikt skyr í hádeginu.  Við skemmtum okkur vel og ætlunin er að hafa fleiri svona "tilbreytingar-daga" í vetur.

 

Velkomin aftur

Jæja nú eru flest allir mættir aftur eftir sumarfrí og því líf og fjör í leikskólanum.  Í haust eru fá börn að fara í skólann frá okkur og því verða litlar breytingar á hópnum hér á Sólbakka.  Hinrik Ingimar, Hafrún Kemp og Tómas Breiðfjörð eru komin til okkar af Brekku og sennilega koma tvö börn í viðbót þaðan á næstu dögum auk þess sem við gerum ráð fyrir einu nýju barni af biðlistanum.  Við bjóðum þau öll velkomin og hlökkum til að hafa þau hjá okkur.

Í næstu viku stefnum við á að skreppa í berjamó með Sólbakkabörnin.  Þá veljum við góðviðrisdag til að fara í Hamarshlíðarnar eða móann undir Kömbum til að tína/borða ber :)

Hafið það gott um helgina og skemmtið ykkur vel á Blómstrandi dögum.

kv. Starfsfólk á Sólbakka

Page 2 of 3

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.