Fréttir af Sólbakka

Skólahópur að störfum

Vetrarstarfið komið í gang

Nú er vetrarstarfið komið í gang á deildinni og allt að komast í fastar skorður hjá okkur.  Sú óvenjulega staða er hjá okkur að í vetur er aldurshreint hjá okkur, þ.e. öll börnin á deildinni eru fædd 2008 og því öll í elsta árgangi. 

Við ætlum að skipta hópnum í tvennt í "skólahóp", Stjörnuhóp og Tíglahóp, en í hreyfingu og lífsleikni skiptast börnin í 3 hópa, Fernings-, Þríhyrnings- og Hringhóp, og sú skipting helst í hendur við skiptingu niður á matborðin. Hópaskiptinguna má sjá hér.  

Haustið á Sólbakka

Nú erum við búin að fá öll börnin á deildina sem verða hjá okkur í vetur.  Við fengum 5 börn af Brekku, Viktor Berg, Ragnar Snæ, Rakel Rós, Ólöfu Rún og Stefán Gunngeir.  Að auki komu 3 glæný börn, Helena fyrir frí og Birkir Elías og Hrafnkell Örn núna í ágúst.  'i hópnum verða þá alls 21 barn, 14 strákar og 7 stelpur, og öll eru þau fædd 2008. 

Starfmannahópurinn breytist ekki mikið en Sandra okkar hætti og fór í nám en Erna Kolbrún kom í hennar stað. Í húsinu eru svo tveir nýjir afleysingastarfsmenn en það eru Berglind (Linda) og Marija sem eiga örugglega eftir að koma eitthvað við sögu hjá okkur.

 

  •  Start 
  •  Prev 
  •  Next 
  •  End 

Page 1 of 6

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.