Fréttir af Sólbakka

Grill og kveðja

Þessi vika hefur verið skemmtileg í leikskólanum.  Veðurspáin fyrir miðvikudaginn var svo góð að við ákváðum að skella á árlegum dótadegi og hádegisgrilli.  En eitthvað hefur veðurguðinn ruglast og það fór bara að rigna á okkur.  Við héldum samt okkar striki og færðum okkur bara inn í sal þar sem allir gæddu sér á gómsætum grillpylsum.  Börnin voru að venju mjög ánægð með daginn og vonandi hafa öll leikföng skilað sér heim á eftir. 

útileikir

Í dag skelltu börnin á Sólbakka sér í gönguferð í góða veðrinu upp á Óskaland þar sem börnin léku sér af miklu kappi.

 

Eftir hádegismatinn kvöddum við svo hana Björk okkar en hún var að hætta í leikskólanum því hún er að flytja.  Við þökkum henni kærlega fyrir samveruna og óskum henni gæfu og góðs gengis á nýjum stað og í nýjum leikskóla.

Björkin okkar

 

Vikulok

Sæl öll,  vikan er búin að vera góð hjá okkur þrátt fyrir að barnahópurinn hafi verið svolítið gisinn þessa daga vegna sundnámskeiðs og sumarfría.  Í vikunni erum við búin að fara í hreyfingu í íþróttahúsinu, fara í litlum hópum að skoða framkvæmdir í listigarðinum fyrir Blóm í bæ, æfa okkur að syngja fyrir blómahátíðina og vera mjög dugleg að nota góða veðrið til útileikja.  Í morgun fór allur leikskólinn í listigarðinn þar sem Norræna Félagið í Hveragerði tók á móti okkur og bauð upp á piparkökur með camenbert osti að finnskum sið.  Við fengum að taka þátt í að skreyta miðsumarsstöngina sem prýðir garðinn um helgina og þar hittum við líka Heiðu Margréti tónlistarkennara og sungum með henni nokkur lög. 

Takk kærlega fyrir vikuna og hafið það gott um helgina í blómahafinu sem bærinn hefur upp á að bjóða næstu daga.

Heimsókn í íþróttahúsið

Í gær fengum við að fara í hreyfingu í íþróttahúsinu.  Við byrjuðum á að fara í hópleik, svo í þrautabraut og í lokin tókum við smá slökun.  Allir skemmtu sér konunglega og voru virkir og duglegir.  Planið var að vera með fleiri leiki en börnin skemmtu sér svo vel að tíminn flaug frá okkur og eftir eins og hálfs klukkutíma fjör þurftum við að drífa okkur heim í mat.  Mörg barnanna hafa verið í íþróttastarfi hjá Hamri í vetur og þekkja sig því í húsinu en sum voru að kynnast því í fyrsta sinn.

 Fjör í íþróttahúsinuskot og markhopp og skopp

Page 5 of 6

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.