Fréttir af Sólbakka

Jólaundirbúningur o.fl.

Í síðustu viku sáum við leiksýninguna um Grýlu og jólasveinana í boði foreldrafélagsins.  Sýningin fór fram í salnum okkar og virtist sem allir hafi haft gaman af þó sum hjörtu hafi verið í minna lagi þá stundina ;)

 

Næstu daga munum við svo fella niður reglubundið hópastarf og gera hlé á því fram yfir áramótin.  Þess í stað verðum við með hefðbundinn jólaundirbúning.  Börnin baka piparkökur, gera og pakka inn jólagjöf handa mömmu og pabba, opna jólaglugga í jóladagatali bæjarins, halda jólaball o.fl (sjá Desemberdagskrá).

 

 

Margt búið að gerast

Undanfarið hefur verið margt um að vera í leikskólanum.  Við vorum með bangsadag þar sem allir komu með bangsann sinn í leikskólann.

Fyrr í nóvember vorum við með vinadag í tengslum við alþjóðlegan dag eineltis.  Þá var opið milli deilda í leikskólanum og börnin fengu að heimsækja hvert annað.  Dagurinn var mjög skemmtilegur og gaman að sjá börn í öllum aldurshópum leika saman.  Á tveimur stöðum vour unnin sameiginleg myndverk í tengslum við daginn.

Hópastarfið gengur sinn vanagang og hér má sjá myndir af hópunum í vinnu 

 

 

 

 

                

 

                

 

Ferningshópur að mála húsin sín

 

 

 

 

 

 

 

 

Þríhyrningshópur í heimsókn í Sunnumörk

 

 

 

 

 

 

 

 

Hringhópur í gönguferð í listigarðinum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skólahópurinn að vinna með formin

 

Vikan 22.-26. október, bangsadagur og fleira

Þessi vika hefur verið mjög lífleg og skemmtileg í leikskólanum. 

Undanfarið hafabörnin á deildinni gengið með hópinn sinn heim að húsunum sínum og þau verið mynduð fyrir utan.  Þetta er eitt af þeim verkefnum sem unnin eru í tengslum við þemað "bærinn minn og ég".  Þegar allir í hópnum eru búinir að gera þetta merkjum við svo inn á götukort í leikskólanum hvar hver og einn býr.  Í framhaldinu ætla börnin svo að föndra húsin sín. 

 Í skógarferð

Á miðvikudag fóru allir hópar í hreyfingu í sal fyrir hádegið en eftir hádegi fórum við í langan göngutúr í skóginum neðan í Reykjafjalli.  Á göngunni rákumst við m.a. á dauðan fugl, skoðuðum eldgamlan bílskrjóð og fundum gamlan torfkofa sem börnin telja næsta víst að sé bústaður dverganna 7. 

 

Í dag enduðum við vikuna svo á Bangsadegi og samsöng í sal.   Þar var m.a. sungið fyrir þau börn sem áttu afmæli í október.  Sólbakkabörnin stóðu sig mjög vel og fluttu með glæsibrag nokkur lög sem við höfum verið að syngja í haust  allir bangsar á loft

 

Elstu börnin vinna auðvitað hörðum höndum að undirbúningi fyrir flutning yfir í grunnskólann og hér eru sýnishorn af þeirri vinnu.

Bókstafir myndaðir með líkömum:

Bókstafir myndaðir með líkömum

 

Skrifað með leir:

Skrifað með leir

 

 

Page 3 of 6

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.