Fréttir af Sólbakka

Fréttir af okkur

 
Sæl öll saman,
 
nú hefur hópastarfið komist í rútínu og allir hópar eru með sínum hópstjórum í vinnu/leik 4x í viku.  Þema vetrarins er Bærinn minn og ég og miðast vinnan við að börnin tengi sjálf sig við Hveragerði, skoði og kynnist svæðum og stofnunum sem einkenna bæinn og nýti umhverfið til leikja og vinnu.  Að auki fara 2008 börnin í reglulegar heimsóknir á Bæjarás en 2007 börnin fara í sinn grunnskólaundirbúning og lífsleikni.  Undanfarin ár hafa elstu börnin ekki farið í þemavinnu heldur einbeitt sér að grunnskólaundirbúningi (skólahóp) en okkur langaði að prófa að láta þau fara í þema í vetur.  Ef þetta reynist of mikið endurskoðum við málið eftir nokkrar vikur.  Nánari upplýsingar um hópaskiptingu og stundaskrá er að finna hér efst til vinstri á heimasíðunni (undir Sólbakka).
 
Fyrir helgina veiktist eitt barn í leikskólanum af hand-, fót- og munnsjúkdómi og þar sem pestin er smitandi er ágætt að lesa um hana hér á síðu landlæknisembættis: http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12481/Hand---fot--og-munnsjukdomur
 
Takk fyrir líflega viku og hafið það gott um helgina.
kv. Anna Erla

Bleikur dagur á Sólbakka

Föstudaginn 12. október vorum við með bleikan dag í leikskólanum okkar.  Þá komu börnin í eða með eitthvað bleikt, við föndruðum bleikar kórónur og fengum bleikt skyr í hádeginu.  Við skemmtum okkur vel og ætlunin er að hafa fleiri svona "tilbreytingar-daga" í vetur.

 

Velkomin aftur

Jæja nú eru flest allir mættir aftur eftir sumarfrí og því líf og fjör í leikskólanum.  Í haust eru fá börn að fara í skólann frá okkur og því verða litlar breytingar á hópnum hér á Sólbakka.  Hinrik Ingimar, Hafrún Kemp og Tómas Breiðfjörð eru komin til okkar af Brekku og sennilega koma tvö börn í viðbót þaðan á næstu dögum auk þess sem við gerum ráð fyrir einu nýju barni af biðlistanum.  Við bjóðum þau öll velkomin og hlökkum til að hafa þau hjá okkur.

Í næstu viku stefnum við á að skreppa í berjamó með Sólbakkabörnin.  Þá veljum við góðviðrisdag til að fara í Hamarshlíðarnar eða móann undir Kömbum til að tína/borða ber :)

Hafið það gott um helgina og skemmtið ykkur vel á Blómstrandi dögum.

kv. Starfsfólk á Sólbakka

Page 4 of 6

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.