Fréttir af Lundi

Vinaflæði og fleira

Nú hefur litamánuðirinn október liðið undir lok. Kvöddum við hann með söngstund í sal og vinaflæði. En þá er opið á milli deilda og krakkarnir njóta þess að fá að skoða dótið á hinum deildunum og leika sér. 

Margt skemmtilegt var brallað í október. Við höfum farið í vettvangsferðir, týnt okkur efnivið í listaverk og málað. Úr þessu hafa krakkarnir föndrað sól, tungl, regnboga, regndropa og fleira. Við höfum verið dugleg við að syngja ýmiskonar litasöngva og haft litadaga. 

Afmælisbarn októbers var Mábil. Héldum við upp á það á hefðbundin hátt. 

Smá fréttaskot

Í vikunni byrjaði hjá okkur nýr einstaklingur. Heitir hann Guðmundur Óli og bjóðum við hann hjartanlega velkominn á deildina okkar.

Annars höfum við verið að vinna með litina í október og reynt að hafa fjölbreytni í því. Eins og þið hafið kannski tekið eftir höfum við tileinkað gluggunum í stofunni okkar hverjum lit. Nú þegar höfum við unnið með rauðan og gulan. Grænn bætist svo við á morgun, þá blár í næstu viku og síðustu vikuna í október ætlum við að hafa vinna með alla liti regnbogans! 

 

Í hreyfingu í dag nýttum við veðursældina og fórum í vettvangsferðir.

Hesta- og hundahópur heimsóttu grunnskólalóðina. Þar komu þau akkúrat á meðan frímínútur stóðu yfir og voru þau öll frekar hissa og feimin á þessum stóru krökkum. Þau voru hins vegar fljót að aðlagast og fóru að leika sér. Fannst þeim gaman að leika á nýjum stað og í nýjum tækjum. 

Kisu- og músahópur röltu yfir í Lystigarðinn og skoðuðu þar fjólublá blóm í potti. Þar var líka lítill rauður leikfangahestur alveg eins og við erum með á leikskólanum. Fannst þeim gaman að leika á honum. Skemmtilegast af öllu var að skoða tréin, brúnu greinarnar og könglana sem lágu á jörðinni og svo græn lauf sem þau fundu á einu tréinu. Tókum við nokkur svoleiðis með okkur heim á Lund. 

 

Minni á GRÆNAN DAG á morgun, föstudaginn 18. október! 

 

Ný börn, vetrarstarf o.fl.

Mikið hefur gerst á Lundi síðan í ágúst. Byrjuð eru hjá okkur 9 ný börn síðan eftir sumarfrí en það eru Friðrik Anand, Hlynur Feodors, Hrafnhildur Emelía, Hróar Ingi, Ísak Ernir, Kristín Ágústa, Kristófer Óskar, Mábil og Rúna. Bjóðum við þau velkomin og hlökkum við til að starfa með þeim í vetur. Einnig hætti hjá okkur Þorgeir Helgi. Óskum við honum alls hins besta á nýjum leikskóla. 

Þema vetrarins verður með nýju sniði þar sem við tökum einn mánuð fyrir í senn. Í ágúst vorum við með góðverkaþema en nú í september erum við með umferðaþema. Það sem af er vikunnar höfum við farið í tvískiptum hópum í vettvangsferð um Hveragerði. Við ræddum um umferðaröryggi, m.a. hvar við eigum að ganga, hvar okkur er óhætt að fara yfir götuna og að líta til beggja hliða áður en gengið er yfir. 

 Músahópur og kisuhópur að ganga yfir götuna við Hótel Ljósbrá.

Hestahópur og hundahópur að fara að labba yfir Breiðamörkina.

 

Þann 28. ágúst varð Margrét Rún tveggja ára. Héldum við upp á það á hefðbundinn hátt með kórónugerð og afmælissöng. Óskum við Margréti til hamingju með tveggja ára afmælið. 

 

Ágúst

Nú erum við komin aftur til starfa eftir sumarfrí og börnin flest komin úr fríi. Elstu börnin á deildinni eru að flytjast yfir á Brekku, að sama skapi eru ný börn að koma hingað á Lund og bjóðum við nýja nemendur velkomna til okkar. 

Þann 31. júlí héldum við upp á afmæli Bjarka Þórs og þann 6. ágúst var haldið upp á afmæli Hróars Inga, til hamingju með afmælisdagana strákar.

Sumarfrí

Júní hefur verið góður mánuður með mikilli útiveru og rólegheitum þess á milli. 

Senn líður að sumarfríi og viljum við á Lundi þakka kærlega fyrir veturinn. Hlökkum við til að sjá ykkur aftur eftir sumarfrí 23. júlí. 

 

Afmælisbarn júnímánaðar er Þorgeir Helgi, en hann verður 2 ára þann 18. júní. Af því tilefni héldum við upp á afmælið hans í dag og óskum við honum til hamingju með daginn. 

maí

Maí mánuður er búinn að vera góður hja okkur á Lundi. Við erum búin að vera önnum kafin við að klára verkin okar fyrir opið hús. Einnig höfum við verið mikið úti að leika.

Aron Helgi varð tveggja ára þann 10.maí og óskum við honum til hamingju með daginn

Aron Helgi 2.ára

  •  Start 
  •  Prev 
  •  Next 
  •  End 

Page 1 of 5

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.