Fréttir af Lundi

Apríl

Apríl mánuður hefur verið skemmtilegur í leikskólanum. Við höfum verið mikið úti og farið í nokkra göngutúra um nágrennið. Vinadagur var haldinn í dag og þá fara börnin á milli deilda eins og þau vilja, þetta gekk mjög vel og allir voru ánægðir með tilbreytinguna. Í apríl byrjuðu tvær nýjar stelpur á deildinni, þær Margrét Rún og Sar Kristel og bjóðum við þær velkomnar. Helgi Hubert og Vigdís Kemp fóru yfir á Brekku og óskum við þeim velfarnaðar. Afmælis barn aprílmánaðar er Anton Fannar en hann varð tveggja ára þann 19.apríl og óskum við honum til hamingju með daginn.

Anton Fannar 2.ára

myndir frá páka undirbúning og fleira

   PÁSKA UNDIRBÚNINGUR

  

  

 

Afmælisbarn marsmánaðar

Emma Rún tveggja ára

Páska undirbúningur

Undirbúningur fyrir páska er á fullu þessa dagana, börnin hafa verið að búa til ýmiskonar páskaföndur. Hópastarf gengur vel þó smá hlé hafi verið gert í þessari viku. Emma Rún varð tveggja ára þann 16 mars og óskum við henni til hamingju með daginn. Einhver vandamál eru við að setja inn myndir og koma þær seinna. Gleðilega páska, starfsfólk á Lundi

Konudagskaffi og blár dagur!

Á morgun konudag bjóða börnin mömmum, ömmum, systrum og/eða frænkum til morgunverðar milli klukkan 8 og 9 á leikskólanum. Einnig verðum við með bláan dag, þar sem gaman væri að sem flestir kæmu í einhverju bláu. 

 

Hérna eru svo smá sýnishorn af myndum frá öskudeginum: 

 

Síðustu dagar

Í vikunni sem leið byrjuðu hjá okkur þrír nýjir drengir, þeir Bjarki Þór, Jónatan Leví og Þorgeir Helgi. Viljum við bjóða þá velkomna til okkar. Kvöddum við Heiðar Mána, Kolfinnu Ríkey og Rakeli Björk en þau eru komin á Brekku. Óskum við þeim velfarnaðar þar. 

Hópastarf hefur aðeins raskast vegna breytinginna en það verður komið á rétt ról í næstu viku. 

Enn fremur hefur aðeins bæst við lagalistann á síðunni. 

Gleymdist að setja inn afmælisbarn janúarmánaðar en það var hann Matthías Þór sem varð 2 ára í þessum fyrsta mánuði ársins. 

 

Bóndadagur!

Viljum við byrja á því að óska pöbbum, öfum, bræðrum, frændum og fleirum til hamingju með daginn og bjóðum við þorran velkominn. 

Síðustu tvær vikur hafa verið viðburðaríkar á Lundi. Í síðustu viku fórum í við dekurstund í hópastarfi, þar sem við skelltum okkur í fótabað og fengum svo krem á fæturna. Það var mjög spennandi. Á föstudaginn fyrir viku var svo vasaljósadagurinn haldinn og heppnaðist hann frábærlega. Allir komu með vasaljós og höfðum við öll ljósin á deildinni slökkt. 

Í þessari viku var svo farið í könnunarleik í hópastarfi og nutu þess allir. Í morgun buðum við svo pöbbum, öfum og bræðrum til morgunverðar með okkur í hafragraut og slátur. Var mikil spenna í kringum það. Allar deildirnar hittust svo í samsöng í salnum og sungum við saman þorralög með kórónurnar sem við höfum verið að föndra í vikunni. Í hádeginu gæddum við okkur svo á þorramat og sló hákarlinn rækilega í gegn hjá flestum. 

Minnum við svo á skipulagsdag starfsfólks mánudaginn n.k. 28.1.2013

Hérna koma nokkrar myndir frá liðnum vikum: 

 

Takk fyrir og góða helgi!

Page 2 of 5

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.