Fréttir af Lundi

Hópastarf

Hópastarf hófst eftir jólafrí í þessari viku. Allir hópar fóru í könnunarleik og í hreyfingu í sal. Allt hefur gengið vel og er undirbúningi fyrir foreldraviðtöl sem haldin verða í næstu viku að ljúka. Jenný Harðardóttir kemur til með að vera á deildinni næstu vikur og bjóðum við hana velkomna.

Gleðilegt nýtt ár!

Þá erum við mætt aftur til leiks og starfa á Lundi eftir jólafrí. Tökum við vel á móti nýja árinu og hlökkum til þess að takast á við það. 

Í janúar fer hópastarfið aftur á fullt skrið þaðan sem frá var horfið í nóvember. Einnig verða foreldraviðtölin haldin á næstu vikum. 

 

Afmælisbarn desembers var Elín Thelma. 

 

Jólaball

Í þessari viku hefur verið mikið að gera, krakkar úr fjórða bekk grunnskólans komu í heimsókn á mánudaginn og sýndu okkur helgileik. Á miðvikudaginn var jólaball leikskólans og þar fluttu Sólbakkabörn helgileik fyrir okkur.

Allir mættu í betri fötum og dansað var í kring um jólatré, ekki leið á löngu þar til Stekkjastaur heyrði til okkar og kom til að dansa með okkur. Hann gaf líka öllum börnunum pakka. Eftir ballið fórum við inn á deild þar sem bornar voru fram piparkökur og djús. Góður dagur. 

  

 

 

 

 

 

 

 

  

  

Oft er erfitt að vakna eftir blundinn en síðustu dagar hafa verið ansi erfiðir.

                      

Jólin framundan

Í síðustu viku voru piparkökur bakaðar og ætlum við að gæða okkur á þeim á jólaballinu sem verðu í þessari viku.

Foreldrar komu og föndruðu með börnum sínum og höfðu allir gaman af. Takk fyrir góðan dag.

Jólaundirbúningur

Þessa vikuna hefur verið mikið að gera , börnin eru á fullu að vinna við jólagjöf handa pabba og mömmu.

Við tökum okku frí frá hefðbundnu hópastarfi fram í janúar og einbeitum okkur að jólaundrbúning.

 Blái hópur að mála fjölskyldu sína.

 

 

 

 

 

 

 

 

Guli hópur gerir tréin sín

 

 

 

Rauði hópur í könnunarleik

 

 

liðin vika

Þessa vikuna hefur verið mikið að gera. Allir hópar fóru í hópastarf og á fimmtudaginn var leikritið Gríla og jólasveinarnir sýnt í sal skólans. Það var foreldrafélagið sem bauð upp á þessa sýningu og þökkum við þeim fyrir.

Mikil spenna hjá sumum.

Page 3 of 5

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.