Fréttir af Brekku

Umferðar öryggi

Í þessari viku höfum við verið að vinna með umferðina og öryggi barna í bíl og gangandi. Umferðaþemað endar í næstu viku með því að lögreglan kemur í heimsókn, þeir ætla að koma miðvikudaginn 25.sept klukkan 10:00. Í október ætlum við að vinna með litina og koma meiri upplýsingar um það seinna. Elstu börnin eru farin að fara upp á Bæjarás í heimsóknir og gengur það vel. Helga Rós varð 3.ára í vikunni og óskum við henni til hamingju með daginn.

viku fréttir

Þessi vika hefur verið annasöm, hópastarf er að fara rólega í gang og hóparnir að taka á sig þá mynd sem þeir verða líklega í.

Ágústmánuður er tileinkaður góðverkum og reynum við að sýna hvert öðru tillitsemi og vera góð við hvort annað. Umræður um góðverk eru í hópatímum og við reynum að láta gott af okkur leiða eins og t.d að tína upp rusl og skreyta skólann okkar.

Á mánudag fórum við í göngutúr og tíndum upp það rusl sem við sáum á leiðinni, við fórum einnig í göngutúr á þriðjudag þar sem við fórum yfir umferðareglur og æfðum jafnvægi og fleira. Á miðvikudag var tónlist og skemmtu börnin sér vel við söng og hljóðfæraspil, á fimmtudag máluðu allir mynd til að hengja í gluggann á deildinni til að skreyta fyrir blómstrandi daga. 

Komin til starfa

Fyrstu dagar eftir sumarfrí hafa verip góðir. Nokkrar breytingar hafa verið starfsmönnum deildarinnar eftir frí. Ingveldur er að fara í ársleyfi um miðjan ágúst og hef ég Elín tekið við af henni. Bettína er farin yfir á Lund og verður Jenný með okkur þar til nýr starfsmaður kemur, en reiknað er með því að það verði 2. sept. Grillhátíðin okkar var haldin síðasta föstudag og gekk´hún mjög vel, allir skemmtu sér vel þann daginn. Hópastarf fer í gang seinni partinn í ágúst þ.e. þegar hópar eru fullskipaðir og grunnskólinn tekinn til starfa, ég kynni það betur síðar. Góða helgi. Kveðja Elín

Vika 19

Í morgun fóru börn af Brekku og Sólbakka og gróðursettu nokkur tré í reit leikskólans undir Hamrinum. Þetta er árlegur viðburður og er hugsað sem endurgjald fyrir jólatrén sem leikskólinn fær á hverju ári.

Allir skemmtu sér ljómandi vel og börnin voru eins og fjallageitur í Hamrinum, allir nutu dagsins í botn enda einstök veðurblíða.

Vika 7

 

Rauði hópur að vinna að verkefninu um umhverfið sitt

Börn í Græna hóp í hópavinnu um ævintýri

Vika 6

Í vikunni var haldið upp á 3. ára afmæli Kolfinnu á hefðbundinn hátt en hún, Heiðar Máni og Rakel Björk eru nýflutt hingað á Brekku frá Lundi.

Sólbakki og Brekka fóru í göngutúr saman í gær og sungu fyrir fólk á Heilsugæslunni, Bankanum og Hverabakaríi. Tilefnið var dagur leikskólans og fannst okkur tilvalið að sýna okkur og sjá aðra.

  •  Start 
  •  Prev 
  •  Next 
  •  End 

Page 1 of 4

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.