Fréttir af Brekku

Vika 4

Þessa vikuna hefur undirbúningur vegna þorrans verið á fullu, þorralögin sungin og búin til þorrakóróna til að bera á bóndadaginn. Þá er öllum pöbbum, öfum og bræðrum boðið að koma með barninum og snæða morgunverð í leikskólanum. 

Síðasta föstudag var vasaljósadagur hér í skólanum og mættu börnin með vasaljós, allir skemmtu sér konunglega við skímurnar frá vasaljósunum. 

Vika 51

Á miðvikudaginn heimsóttu öll börn leikskólans hjúkrunarheimilið Ás og voru viðstödd opnun jólagluggans þar, að því loknu var okkur boðið inn þar sem börnin sungu nokkur jólalög fyrir heimilisfólk og aðra viðstadda. Síðan var boðið upp á djús og smákökur. Þetta er árleg heimsókn hjá okkur í leikskólanum og alltaf jafn ánæjuleg.

Í morgun komu börn leikskólans saman og opnuðu jólaglugga Undralands en glugginn er unninn af börnum skólans, sungin voru jólalög og var almenn ánæja með uppákomuna.

Vika 50

Það hefur verið nóg að gera í þessari viku. Á mánudag komu börn úr 4. bekk grunnskólans og fluttu fyrir okkur sína uppfærslu af helgileiknum með söng og leik. Allir skemmtu sér vel. Á miðvikudag var jólaball hér í skólanum og þá sýndu börn á Sólbakka helgileikinn eins og venja er á þessum tímapunkti, síðan var dansað í kringum jólatréð og stekkjastaur kom í heimsókn og færði börnunum pakka. Að því loknu gæddu börnin sér á piparkökunum sem þau höfðu bakað fyrr í mánuðinum. 

Vika 49

Hér á Brekku er jólaundirbúningur í algleymi, við höfum skreytt deildina með verkum eftir börnin auk þess að setja upp jólaljós. Þá er mikið sungið og lesnar jólasögur. Á miðvikudaginn voru Brekkubörn viðstödd opnun jólagluggans í Hverabakaríi þar sem okkur var boðið upp á snúð og kókómalt. Í dag er svo jólaföndur með foreldrum i fullum gangi.

 

Sara að mála jólamynd á glæru

Síðasta vika nóvember

Vikan hefur liðið hratt og jólaundirbúningur er hafin. Jólalögin eru farin að hljóma og ýmis jólavinna komin í gang. Við fórum að sækja jólatré við Hamarinn í gær og tóku börnin þátt í að saga niður tréð sem varð fyir valinu. Enginn jólasveinn sást á ferli, trúlega eru þeir ekki komnir til byggða ennþá.

 

 Þá héldum við upp á afmæli Sigrúnar, Ólafar og Gunngeirs og óskum við þeim til hamingju með dagana.

 

 

 

 

vikan

 

Við hér á Brekku héldum upp á afmæli Rebekku Sólar síðasliðinn föstudag og óskum við henni til hamingju með daginn. Vikan hefur verið lífleg að vanda. Í morgun sáum við leikritið Grýla og jólasveinarnir hér í leikskólanum. það var í boði foreldrafélagsins og allir skemmtu sér konunglega.

 

 

Page 2 of 4

Go to top
Copyright © 2020 Undraland. All Rights Reserved.
Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.