Karellen
news

Dagur leikskólans 2021

06. 02. 2021

Dagur leikskólans og ný heimasíða Leikskólans Undralands

í dag er dagur leikskólans en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Við í Undralandi óskum leikskólastarfsfólki, börnum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn. Við þökkum um leið samstarfsaðilum okkar í gegnum árin fyrir ánægjulegt samstarf, sérstaklega börnum og aðstandendum.

Markmið dagsins er að gera leikskóla landsins, starfsemi þeirra og daglegt líf sýnilegt í samfélaginu með einhverjum hætti. Við í Undralandi höfum haldið daginn hátíðlegan á ýmsa vegu. Við höfum farið í skrúðgöngur, verið með listasýningar í Sunnumörk, haft lifandi myndsköpun á miðbæjartorginu, boðið á opna listaverkasýningu í sal leikskólans o.fl..

Í ár gerum við okkur sýnileg með því að tilkynna opnun nýrrar heimasíðu leikskólans sem verið að setja efni inn á og birta myndbönd með söng barnanna í Undralandi. Myndböndin er að finna á Instagram.




© 2016 - 2024 Karellen