Karellen

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu.Í leikskóla fer fram uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri.Orðið menntun er notað í víðri merkingu, þ.e. uppeldi, umönnun, nám og kennsla.

Skólanámskrá leikskólans mótast af þeim áherslum sem lagðar eru í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011, lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerðum, einnig stefnu leikskólans og af þeim aðstæðum sem hann býr við.Hér er átt við ytri aðstæður og umhverfi leikskólans og þann faglega og persónulega bakgrunn sem mótar viðhorf leikskólakennaranna og starf.Leikskólinn er samfélag þar sem nám og þroski barna er í brennidepli og foreldrar og starfsfólk leikskólans gegna þar mikilvægu hlutverki í að standa vörð um hagsmuni barna svo þau megi njóta berskunnar við leik og störf.

Hér má nálgast skólanámskrá 2015-2016 á pdf formi

© 2016 - 2024 Karellen