Karellen

Foreldrafélag leikskólanna

foreldrafelag810@gmail.com

Formaður:

Gjaldkeri:

Ritari:

Meðstjórendur eru

Tengiliður fyrir Óskaland

Tengiliður fyrir Undraland


Sameiginlegt foreldrafélag er starfandi við leikskóla Hveragerðisbæjar og allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagar um leið og barnið byrjar í leikskólanum. Félagsgjöld eru innheimt með leikskólagjöldum, 250 kr á mánuði fyrir hvert barn/systkini.

Markmið félagsins er að efla samvinnu foreldra við starfsfólk leikskólanna og foreldra innbyrðis um að tryggja hagsmuni barnanna. Foreldrafélagið býður meðal annars upp á leiksýningar, sumarhátíð, tekur þátt í kostnaði vegna útskriftaferðar elstu barnanna og stendur fyrir því að fá ljósmydara einu sinni á ári til að taka hóp- og einstaklingsmyndir af börnunum.

Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn að hausti. Þar eru málefni foreldrafélagsins rædd og stjórn þess endurnýjuð.


  • Foreldrafélag leikskólanna er með síðu á Facebook þar sem viðburðir tengdir félaginu eru auglýstir ásamt öðrum upplýsingum.
© 2016 - 2024 Karellen