Karellen


Áherslur og markmið í læsisstefnu Undralands

  • Að efla og styrkja málvitund og málþroska barna.

  • Að hafa markvissa málörvun sem stuðlar að eðlilegri færni í íslensku þannig að barnið læri að nota tungumálið og að tjá sig.

  • Að efla og samþætta hina mörgu þætti máls, s.s. tal, hlustun, málskilning, ritun og lestur.

  • Að þekkja tilfinningar sínar, s.s. koma orðum að eigin líðan.

  • Að þekkja umhverfi sitt, s.s. hvað er í næsta nágrenni og hvernig umgöngumst við það.

  • Að styrkja félagsfærni og samskiptahæfni s.s. gefa leiknum og samskiptum góðan tíma .

  • Að hafa heildstæða og markvissa læsisstefnu frá upphafi leikskólagöngu.

Hér má finna læsisstefnuna í heild sinni: læsisstefna undralands.pdf

© 2016 - 2024 Karellen