Könnunarleikur „Heuristic play with objects”
Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að það styðji við og ýti undir könnunarþörf barnanna. Börn nota flest skynfæri sín í könnunarleik, þau skoða, snerta, hlusta, sleikja. Þau pæla í jafnvægi, rými, afstöðu og fleira og fleira. Einn kostur könnunarleiks er að hann er hægt að ástunda heima og heiman.
Undirbúningur könnunarleiks
Til að undirbúa leikinn er safnar starfsfólk saman ýmiskonar skapandi endurnýtanlegum efnivið, s.s. rörum, hólkum, keðjum af ýmsum lengdum og grófleika, krukkulokum, niðursuðudósum, steinum, skeljum og ýmsu fleiru sem vekur áhuga barna. Þegar leikið er með efniviðinn er honum komið fyrir á tilteknum stöðum í hrúgur (1- 3 tegundir af efnivið saman) og hvert barn velur sér í fyrstu eina hrúgu/tegund til að kanna.
Hlutverk starfsfólks
Hlutverk starfsfólksins er aðallega að nýta tímann til að gera skráningar á nálgun og rannsóknum barnanna. Læra af börnunum. Í könnunarleik gefst oft dýrmætt tækifæri til að setja sig í stellingar rannsakandans en ekki þess sem leiðir. Næmir og athugulir leikskólakennurum fá í gegn um skráningar innsýn í hugarheim barna og einstakt tækifæri til að kynnast þeim. Því hvert og eitt barn nálgast og leikur með efniviðinn á sinn hátt.
Tiltekt
Mikilvægur þáttur aðferðarinnar er tiltektin að leik loknum. Í gegn um tiltekt læra börn að para saman og flokka. En hvorutveggja er undirstaða stærðfræðináms barna. Reyndar má segja að könnunarleikurinn sem slíkur sé afar mikilvæg undirstaða margra námsþátta