Karellen

Tilgangur agastefnunnar er að styrkja starfsfólk við að veita uppbyggilega leiðsögn og að samræma vinnubrögð þess. Fyrst og fremst er talað um hvernig má fyrirbyggja erfiða hegðun en þar er grundvallaratriði og áhersla lögð á að styrkja og ýta undir jákvæða hegðun.

Agastefnan er einnig gerð til að auka sameiginlegan skilning starfsfólks og foreldra á því hvað getur orsakað óæskilega hegðun, hvernig bregðast má við henni og hvernig má fyrirbyggja erfiða hegðun.

Agastefnan var búin til í teymi leikskólakennara og starfsfólks, hún send til foreldraráðs til yfirferðar og umsagnar og að lokum tekin fyrir og samþykkt í Skólanefnd bæjarins.

Agastefnuna er hægt að lesa hér: agastefna undralands.pdf

© 2016 - 2024 Karellen