Leikskólinn er opinn frá 7:45-16:30.
Leikskólastjóra er heimilt að opna leikskólann kl.7:30 séu óskir um slíkt frá að minnsta kosti fimm foreldrum þegar þjónustunni er komið á.
- Vistunartími barns er talinn í heilum/hálfum klst og er fastur, þ.e. sami vistunartími er skráður á alla daga vikunnar. Heimilt er að semja um stundarfjórðung á undan eða eftir umsömdum vistunartíma. Lágmarksvistunartími er 4 klst. á dag og æskilegt er að börn yngri en tveggja ára séu ekki lengur en 8 tíma á dag í leikskólanum. Hærra vistgjald er greitt fyrir tíma sem falla utan tímabilsins 8:00 – 16:00 skv. gjaldskrá Hveragerðisbæjar.
- Óski foreldrar/forráðamenn eftir að breyta dvalartíma og eða/kaupum á mat/hressingu verða þeir að tilkynna það viðkomandi leikskólastjóra eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Breyting á gjaldtöku tekur þá gildi næstu mánaðamót á eftir.