Karellen

Leikskólinn Undraland

Leikskólinn Undraland var upphaflega opnaður í september 1982 og var þá staðsettur við Breiðumörk. Þá voru tvær aldursskiptar deildir en í desember 1997 var þriðja deildin opnuð.

Leikskólinn flutti í nýtt húsnæði þann 16.nóvember 2017 við Þelamörk 62. Leikskólinn er tæplega 1100 fermetrar og er sex deilda leikskóli. Miðað er við að í leikskólinn rúmi allt að 120 börn og 35 starfsmenn. Í hvorum enda skólans eru þrjár deildir, yngri börn eru í austurenda og eldri börn í vesturenda. Deildirnar tengjast saman með kjarnabyggingu, sem í er starfsmannaaðstaða s.s. skrifstofur leikskólastjóra, viðtals- og sérkennsluherbergi. Þar eru einnig tvær listastofur, fjölnota salur o.fl.

Í kjarnabyggingunni er framleiðslueldhús þar sem framleiða má allt að 300 matarskammta: Gert er ráð fyrir að þar megi framleiða mat fyrir báða leikskóla bæjarins en það var ein af forsendunum sem starfshópurinn gaf sér í upphafi.

Lóðin er hönnuð af Landhönnun eða Hermanni Ólafssyni. Við hönnun hennar var stuðst við megin þemað „Listamannabærinn Hveragerði“. Á lóð eru m.a. útihljóðfæri, einkum til ásláttar s.s. steinar, trédrumbar og málmrör. Malbik lóðar er skreytt með lituðum flötum með listatengdar tilvísanir. Á lóðinni eru hefðbundin leiktæki auk þess sem þar eru sleðabrekka, gróðurlundir, leikhús matjurtagarður o.fl. Timburpallar eru utan við allar deildir.

Leikskólinn er rekinn af Hveragerðisbæ en Sveitarfélagið Ölfus hefur aðgang að leikskólaplássum skv. samningi.

Deildir leikskólans

eru sex og bera allar nöfn eldfjalla á Íslandi. Eldgjá, Laki og Snæfell í yngri álmu og Askja, Hengill og Krafla í eldri álmu.

.......

......

© 2016 - 2024 Karellen