Karellen


Mikilvægt er að börnunum líði sem best í leik og starfi. Til þess að þeim líði vel er nauðsynlegt að klæðnaður þeirra sé þægilegur og uppfylli þær kröfur að barninu sé hlýtt, það sé þurrt og fötin hefti það ekki við leik.

Útiföt þurfa að vera þægileg og helst þannig að barnið geti hjálpað sér sem mest sjálft.
Á Íslandi er allra veðra von þannig að það er nauðsynlegt að hafa föt við hæfi í leikskólanum.

Í leikskóla eru börn að leika sér, föndra, borða, þvo sér og leika úti. Í þessum verkefnum geta fötin blotnað eða orðið skítug. Þess vegna er mikilvægt að börnin séu með föt til skiptanna. Almennt eru ekki til staðar föt til að lána börnunum svo ef þau vantar föt hringjum við í foreldra og óskum eftir að þeir komi með föt. Þetta á bæði við um útiföt og aukaföt.

Hér er listi yfir það sem við teljum að nauðsynlegt sé að hafa í leikskólanum. Við skiptum þessum lista í tvennt.
Munið að merkja fötin vel, því við getum ekki þekkt hver á hvað þar sem í leikskólanum eru yfir 100 börn og mörg þeirra eiga eins föt.

Fylgist líka vel með hvað fer af aukafötum og munið eftir að taka blaut/óhrein föt með heim eftir hvern dag.

Einnig er mikilvægt að athuga hvort skór/kuldaskór/vaðstígvél og útigalli/regngalli séu blaut.

Útiföt

 • Pollagalli
 • Kuldagalli
 • Hlý peysa
 • Hlý húfa
 • Ullarsokkar
 • 2 -3 pör af vettlingum
 • Kuldaskór/kuldastígvél yfir vetrartímann
 • Stígvél
 • Strigaskór yfir sumartíman
 • Létt húfa eða buff yfir sumartímann.
 • Hlýjar buxur undir pollagalla ef pollagallinn er ekki fóðraður

Aukaföt

 • 1-2 nærbuxur
 • 1 nærbolir
 • 2 pör af sokkum eða sokkabuxum
 • 1 buxur
 • 1 bolur
 • 1 peysa
 • Þegar börnin eru að hætta með bleyju er nauðsynlegt að hafa ríflega af aukafötum á meðan æfingatímabilið gengur yfir.


© 2016 - 2023 Karellen