Karellen

Sérkennsla Undralandi / Sérkennslustefna Undralands

Þó að öll börn eigi meira sameiginlegt en það sem aðgreinir þau, þá eru þau samt sem áður í eðli sínu ólík og hafa misjafna getu, þroska og reynslu. Taka þarf tillit til þarfa hvers barns svo að það fái notið sín í hóp annarra barna á eigin forsendum. Sérkennsla er viðbótarúrræði handa þeim börnum sem vegna aðstæðna sinna þurfa sérhæfðar leiðir til að þroskast og læra í samfélagi við önnur börn í skólanum. Ef þörf er á sérkennslu er horft til styrkleika hvers og eins og unnið út frá þeim. Við leggjum áherslu á góð foreldrasamskipti og að ákvarðanir og áætlanir séu gerðar í góðri samvinnu við foreldra.

Markmið með sérkennslu eru að:

  • Styðja barnið þannig að það geti notið leikskóladvalar sinnar.
  • Skapa aðstöðu til að barnið geti þroskast sem best á eigin forsendum.

Samvinna við foreldra og forráðamenn - Þegar áhyggjur eða spurningar vakna í leikskólanum varðandi hegðun eða þroska barns er fyrsta skrefið ávallt að tala við foreldra/forráðamenn barnsins. Skoða hvernig gengur heima og í leikskólanum og ræða leiðir til úrbóta. Gagnkvæm virðing skal höfð að leiðarljósi þar sem opin samskipti eru mikilvæg. Næsta skref er síðan gagnasöfnun en undir það fellur til dæmis skriflegar skráningar, myndbandsupptökur, greinargerðir og útfylling matstækja/lista ef þörf er á. Ef ástæða þykir til frekari aðgerða eru, kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar til frekari ráðgjafar.

verkferill sérkennslu.pdf

© 2016 - 2024 Karellen