Hún Marta á Ösju kom með Kríu, mömmu hans Lubba, í heimsókn til okkar í leikskólann í morgun. Börnin voru flest mjög hrifin af henni og vildu ólm klappa henni en sum vildu bara fylgjast með úr fjarlægð. Kría var stálheppin því að skvísurnar í eldhúsinu lumuðu á lifrarpylsu handa henni sem hún fékk í verðlaun fyrir að heimsækja krakkana.
Í myndasafni á forsíðu eru fleiri myndir úr heimsókninni